fimmtudagur, júní 12, 2008

Esjan

þá er fyrsta Esjuganga sumars búin. Það eru nokkrar á deildinni sem eru einhverjir gönguhrólfar og fengu fólk í þessa göngu. Þetta var nú frekar fjölskylduvænt, byrjuðum rólega og nokkur stopp sem var ekkert verra því veðrið var meiriháttar, sérstaklega í gilinu áður en maður fer í grjótið (man ekki hvað það heiri). Sólin skein beint á okkur og varla gola, oftast er einhver vindur sem kemur ofan af fjallinu en þarna var bara ekki neitt.
Gott að vera byrjuð á þessu og halda áfram út sumarið. Það er svo Jónsmessuganga á vegum LSH 20.júní og þar sem ég er ekki að vinna er ég að spá í að skella mér, veit ekki hvernig það á eftir að virka því ég byjra í Boot Camp daginn áður. Maður lætur sig hafa þetta :o)
Annars er mest lítið að frétta, vorum í Varmahlíð að halda upp á afmælið hennar Ástu, gáfum henni stóra Liverpoolkönnu og lyklakippu, sem Gunni ætlaði að láta hverfa (hann er Man. Unt. maður) og svo ilmvatn sem ég man ekki hvað heitir en þegar ég fann lyktina af því vissi ég að þetta var eitthvað fyrir Ástu. Og viti menn....hún hafði einmitt verið að skoða þetta sama ilmvatn hjá vinkonu sinni sem vinnur í Hagkaup. Þannig já hún var mjög ánægð með gjafirnar frá okkur.
Svo er bara að vinna framundan, tek 2 næstu helgar í að vinna, svo grill og bjór með Sollu og Tryggva (par sem við kynntumst í gegnum Unu), vinna eina helgi og svo helgi ársins....FLATEY 11-13. júlí.
Ef það verður eitthvð í líkingum við það sem var í fyrra þá verður þetta bara snilld...
Hef ekki meira að segja í bili...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir mig. Já gjafirnar hittu beint í mark :) Hlakka til að hitta ykkur næst :)