mánudagur, júní 02, 2008

Sumarið 2008

Þá er sumarið 2008 opinberla hafið.
Ég verð að vinna á endurhæfingardeildinni á Grensás í sumar og held það verði bara frábært :o)
Ég er líka búin að skrá mig í Boot Camp og byrja þar 19.júní. Hlakka rosalega til að byrja þar, búin að segja upp kortinu í Hreyfingu og verð í Boot Camp til 6.sept. Hvað ég geri eftir það kemur bara í ljós.
Ég er líka búin að ákv að ganga yfir "fjallið" sem er rétt við bústaðinn hans Binna í Kjósinni helgina 25. júlí. Þetta verður engin rosaganga en ég held þetta sé svona 6 klt ganga...vona það alla vega :o)
Helgin var góð núna, fórum upp í bústa í leti, næstu helgi förum við norður í afmælið hennar Ástu og komum við hjá ættingjunum hans Binna í leiðinni.

Svo er bara vinna, leika, vinna, leika, vinna og s.f.v. í sumar.
Skólinn hefst svo 25. ágúst og aldrei þessu vant hlakka ég bara nokkuð til :o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta verður alveg frábært sumar :)