þriðjudagur, janúar 20, 2009

Náði

jæja síðasta einkunnin er loksins komin í hús og ég náði með sexu :o) hún var kannski ekkert frábær en hún dugði.

Binni kom heim núna 14.jan og hefur síðasta vika verið mjög góð. Ásta og Gunni buðu sér í mat til okkar á laugardaginn, s.s. þau fengu humar sem þau vildu að Binni gerði humarsúpu úr...sem hann gerði og hún var bara sniiiiilld...takk fyrir mig elskan mín.
Við spiluðum svo Disney trivial þar sem ég og Ásta tóku strákana eiginlega í nefnið....eiginlega....við unnum en strákarnir stóðu sig nokkuð vel, voru bara einni köku á eftir okkur í lokinn. Kannski við tökum smá rematch seinna :o)
Sunnudagurinn var ekkert svo rosalega skemmilegur fyrir hvorugt okkar, látum þar við liggja....
Binni er svo komin næstum því á fullt í vinnunni, ekki mest að gera þar eins og ástandið er í samfélaginu en meira en annars staðar. Ég er á fullu í skólanum og ekki langt í næstu próf, lok febrúar....engin smá törn það...próf í des, jan og feb!!! Geri þetta pottþétt ekki aftur.

Ætla að snúa mér aðeins að námsefninu núna....

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með níuna á hvolfi! Maður þarf svo að prufa Disney Trivialið með þér við tækifæri... bara verst að ég kann öll þessi heiti og dót meira á ensku heldur en á íslensku :/

April sagði...

já blessuð vertu...það kann engin þessi nöfn á íslensku, alla vega engin eldri en 12 ára...

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir skemmtilegt kvöld :) Ekki frá því að maður fari að setja eina og eina Disney í tækið svona til að vera þegar við förum aftur í þetta.. svona ef maður skyldi nú ekki vera með þér í liði :)

April sagði...

hahaha...já ég er einmitt að rifja upp þessar gömlu myndir, Lady and the Tramp, The Aristocats, Peter Pan og fl.
þetta verður tekið með í bústaðinn sama hvað Binni og Gunni segja!!!

Nafnlaus sagði...

Jæja.. Apríl mín.. ég var að lesa þetta aftur og það stendur "Ásta og Gummi"... WTF :) Hehe

April sagði...

æ úps...ég veit alveg að hann heitir Gummi...nei djók Gunni....

Nafnlaus sagði...

Steady making senseless casinos? dissect this advanced [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] advisor and wing it evaluate online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also into our untrained [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] ploy at http://freecasinogames2010.webs.com and defeat veritable folding shin-plasters !
another late-model [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] emplacement is www.ttittancasino.com , as opposed to of german gamblers, fetch magnanimous online casino bonus.