Þá er þessari hátíð lokið og var hún bara nokkuð góð.
Ég og Binni fengum okkur sitt hvort páskaeggið en þar sem Nóa Siríus eggin nr.4 voru búin þá þurftum við að fá okkur nr. 5....bömmer. Við ákváðum þar sem við værum nú fullorðið fólk með frekar stór páska og mættum ráða okkur sjálf, þá ákváðum við að opna eggin á föstudaginn langa og borða þau í rólegheitunum yfir helgina (annars væri þetta bara að þvælast fyrir manni langt fram eftir viku þegar maður er kominn í enn eitt átakið). Eggið hans Binna var búið á Páskadag en mitt á annan í Páskum. Ég var svo að vinna á Skýrdag, laugardag og Páskadag, mér til mikillar furðu þar sem ég stóð í þeirri trú að ég væri komin í frí fyrir verknámið, en þetta reddaðist alveg ;o).
Við fórum í mat til mömmu og pabba á Páskadag, alltaf gott Páskalambið hjá múttu. Okkur var svo boðið í partý hjá vinafólki okkar út í Keflavík og ákváðum eftir matinn að bara skella okkur og sáum sko ekki eftir því. Þetta var í rauninni fámennt en góðmennt partý þar sem var tekið í gítar Binna til mikillar gleði og var annar að spila með honum. Fólkið í partýinu var að fara á Sálarball sem var upp á kanavelli og fyrst til að byrja með ætluðum við ekki að fara en svo var bara svo mikið stuð á liðinu að við skelltum okkur með. Langt síðan ég hef farið á ball með Sálinni, verð samt að segja að þó það hafi verið rosalega gaman, þá lifði Sálarböllin betur í minningunni....það að ég hafi verið bílandi gæti haft eitthvað um þetta að segja :o/ Við skelltum okkur beint heim eftir ballið og vorum komin heim kl.5 og sofnuð kl hálf sex, en ég búin að vaka í um 22-23 klt (var á morgunvakt um morguninn). Annar í páskum fór eins og hann á að gera, liggja upp í rúmi, lesa, sofa, hanga á netinu lesa aðeins meira og fá sér smá kríu....
Á þriðjudaginn fór ég svo að klára síðasta daginn í verknáminu á skurðstofu og var mjög erfitt að reyna að koma sér niður á borgarspítala kl.hálf 8 um morguninn :os
Verð samt að segja eitt um verknámið; áður en ég fór hafði haft nokkurn áhuga á að fara í skurðhjúkrun eða svæfingu en eftir þá hefur skurðhjúkkan misst allan sjarma en svæfingin hangir enn þarna inni, en ekki beint á topp 5 listanum held ég, fer kannski í svæfinguna þegar ég er orðin þreytt á að vera með vakandi fólk ;o)
Næsta mál á dagskrá er svo verknámið sem ég fer í kynningu fyrir á morgun og verð ég á B6 sem er heila, tauga og æðaskurðdeild. Veit ekki hvorn hlutan mig langi til að taka, hef heyrt af báðum en hins vegar eru heila og taugahlutinn svolítið tengdur Grensás því þaðan koma flestir mænuskaðarnir og mig langaðir svolítið að vinna þar eftir Grensás. Við sjáum bara til með hvernig þetta fer.
Núna ætla ég að fara að versla aðeins með mömmu og kíkja á efni í EMAMI kjól sem mig langar til að sauma og kannski annan fyrir sumarið, það er kreppa og maður hefur ekki endalaust efni á að kaupa hlutina....
Bið að heilsa ykkur í bili....
5 ummæli:
Hljómar eins og verí mikil gleði. Jú dræving parturinn getur doldið haft áhrif á upplifelsið... þar sem maður var nú frekar lítið drævandi í den ;)
eiginlega bara ekkert drævandi hér í den þar sem maður bjó í göngufæri frá skemmtistaðnum hehe...
Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, þið svo fullorðin og megið ráða.. hehe
Hey Girlfriend!! Áttu snið af Emami kjólnum??? Mér langar alveg totally í þannig... ég reyndar myndi nú bara láta múttuna sauma, enda á ég enga saumavél :)
já...saumaskapurinn hjá okkur mæðgum tókst ekki alveg en ég skal alveg láta þig hafa við tækifæri ;o)
Skrifa ummæli