Tæknilega er verknámið hafi en það eru engin verkefnaskil í skurðstofu hlutanum (held ég alveg örugglega) en ég er búin að fara í nokkrar aðgerðir og þetta hefur verið mjög fræðandi. Er samt nokkuð viss um að ég fari ekki í skurðhjúkkuna , kannski svæfingu en skurðurinn heillaði ekki. Ég fer svo á heila-tauga og æðaskurðdeild mánudaginn eftir páska.
Annars er mest lítið að frétta, bara vinna og komast í skólann aftur eftir mánaðarfrí og svo páskarnir á næsta leiti og viti menn....ég fékk páskaegg nr 5 sem ég reyndar má ekki byrja á fyrr en á sunnudaginn!!!
Ætlaði bara að láta vita af mér....hef ekki gleymt blogginu þó feisið hafi tekið upp mikinn tíma ;o)
3 ummæli:
Bara kvitta fyrir komunni :)
Hellings öfund á að fá að vera viðstödd skurðaðgerðir... :P
Veistu Una mín...skurðaðgerðir eru ofmetnar, hélt þetta yrði eitthvað spennó en þær eru það einhvern veginn ekki (eða mér fannast það alla vega)
takk annars fyrir kvittið ;o)
Skrifa ummæli