miðvikudagur, júní 24, 2009

Jónsmessuganga á Esjunni

loksins gerðist það, ég skellti mér í Jónsmessugöngu og það um miðja nótt. Ég fór með Línu (stelpa úr búttinu) upp á fjall og lögðum við af stað um kl.1;20, við vorum komnar upp að steini kl.02:30 en stoppuðum stutt því það var farið að dropa aðeins á okkur og meiri vindur en hafði verið við ánna. Við vorum heldur ekki að fara alveg upp á topp því Lína hefur ekki farið á toppinn áður og ég hef bara farið 2-3 og alls ekki vön, enda væri bara vitleysa að fara á toppinn kl.3 að nóttu til ;o)
Við töltum niður aftur að ánni og fengum okkur heitt kakó og heimabakaða snúða sem var ekkert smá næs :o) Við vorum svo komna aftur niður í bíl kl.03:40, þreytta en mjög ánægðar með þetta framtak hjá okkur. Svo skellti maður sér bara í sturtu þegar heim var komið og upp rúm og var ég bara að vakna núna kl.13...Lína hörkutól fór hins vegar að vinna kl.8 í morgun :o/ (ég átti að vera á morgunvakt en fékk að skipta og er á kvöldvakt)
Svo er það bústaður í Húsafell á helginni og ég sé bara heita pottinn og Jello skotin í hyllingum!!!

Later...

2 ummæli:

Una Kristín sagði...

Úff... ég er búin að vera aðeins of mikið á feisinu - fór að leita að "like" takkanum eftir að hafa lesið frásögnina....

April sagði...

hahahaha....þarft svona að af-facea þig...