laugardagur, júní 20, 2009

Seinni hluti júní

Þá er farið að síga á seinni hluta júnímánaðar og hvað er búið að gerast. 17.júní kom og fór án mikillar eftirtektar fyrir utan 2 tíma útiæfingu í Búttinu, ég og Binni skelltum okkur í svo smá vel verðskuldaðan ísrúnt og svo fór í bíó með pabba um kvöldið á Terminator, var sko ekki svikin af honum Christian Bale mínum :o)
Verð samt að monta mig að svolítlu, á föstudaginn hjólaði ég í vinnuna, í búttið og þaðan heim aftur rosa dugleg!! en ekki nóg með það þá ákváðum við Binni að fara út í hjólatúr og hjóluðum niður á Lauga-ás og fengum okkur sitthvorn bjórinn. Svo hjóluðum við aftur heim takk fyrir :o) mín ekkert smá dugleg og ekkert smá þreytt, enda fór ég upp í rúm nánast um leið og við komum heim og steeeeeeeiiiin sofnaði.
Við skelltum okkur svo í smá rúnt upp á Gvendarbrunna og skoðuðum okkur aðeins um þar, voða flott en best var samt tertan!!! Besta tertan sem ég hef nokkurn tíman fengið, ever....gleymdi að spyrja hvaðan þau fengu hana...
Næstu helgar eru svolítið bókaðar, ég er að vinna núna sunnudag til föstudags, næstu helgi, strax eftir vinnu förum við upp í Húsafell í bústað með Ástu & Gunna og fl, helgina eftir það er stóra útilegu helgin þar sem við ætlum að ferðast aðeins um suðausturlandið endum kannski á Humarhátíðinni á Höfn í Hornafirði, við bara sjáum til...

Ætla reyna að henda inn einhverjum myndum núna við tækifæri, maður verður nýta tæknina ;o)

Í bili...

4 ummæli:

Ásta Marteins sagði...

Hjóla segiru.. ég ætlaði einmitt að sýna honum Gunna hjólið mitt áðan en lykilinn að geymslunni virkaði ekki, þvílík óheppni :) En já.. Hvar eru þessir Gvendarbrunna? (lesist: Hvar fæ ég þessa köku sem þú varst að tala um) ??

April sagði...

hahaha....Binna grunaði að þetta væri í Mosfellsbakaríi, það er víst alveg rosalega gott bakarí, við tökum rúnt þangað við tækifæri ;o)

ps.
svo er það Harry Potter 15.júlí!!!

Ásta Marteins sagði...

Hmm.. kannski maður komi við í þessu bakarí á morgun og leið út úr bænum :) En já.. Ég, þú og Harry Potter.. það er date :)

April sagði...

hvernig væri það...ég er farin að hlakka rosalega til helgarinnar. Búið að vera svolítið löng vika og ég sé pottinn í hyllingum :o)