Skólinn er byrjaður og það á fullublasti!!!
Hef heyrt af m ínum eldri nemendum að 3. árið sé víst bara böl en mér lýst bara nokkuð vel á það sem við erum að læra núna og ekki verra að fara bara í 3 lokapróf af 5 fögum. Við erum s.s. í Hjúkrun Krabbameins sjúklinga, Hjúkrun langveikrafullorðinna, Vöxtur og þroski, Tölfræði og Aðferðafræði. Ég fer í verknám á B2 sem er taugalækningadeild, ég var á B6 sem er heila- og taugaskurðlækningadeild. Á B2 eru s.s. fólk sem á við einhvers konar heila og taugavandamál að stríða en fer ekki í skurðaðgerð, t.d. Parkinson, heilablóðföll og fl. Í verknáminu eigum við að framkvæma líkamsmat sem ég held að verði rosalega krefjandi á deildinni minni að fara í gegnum taugakerfið...er farin að finnast það eitthvað svo rosalega spennandi :o)
Annars er bara allt gott að frétta, það var smá taugatitringur hérna fyrir helgi útaf fundinum með forstjóra LSH en þetta á allt eftir að skýrast á næstu vikum og deildarstjórinn ætlar að berjast framm í rauðan dauðann fyrir okkur nemana, þannig það er ekki kominn tími til að panika alveg strax ;o)
Ég held svo áfram í Búttinu (Boot Camp) og er komin í góðan félagsskap þar. Við Búttí skvísurnar ætlum nefnilega að taka átakið alminnilega núna í sep og fram að jólum og byrjuðum kannski svolítið skart...fórum sjálfar á þri í síðustu viku og í lok vikunnar vorum við allar svo rosalega búnar á því að engin mætti á föstudaginn...ég var reyndar að vinna en ég keyrði í skólann og vinnunna, sem er svo sem ekki frásögufærandi nema ég er farin að hjóla í skólann og heim aftur :o) það er reyndar ekkert smá finnst mér því þetta eru 15 km á dag takk fyrir!!!
Annað sem er vert að segja frá er að ég loksins dreif mig í björgunarsveitina í Rvk :o) Fór á kynningarfund á mið í síðustu viku og fer á fyrsta námskeið á morgun, Ferðamennska. Held að þetta verði kannski ekki alveg lítið mál, en það er ýmislegt þarna sem ég er ekki að sjá í fyrsta skiptið og kannast aðeins við. Þetta er samt alveg rosalegt prógram og það er ekki fyrr en vorið 2011 sem ég verð komin á útkallslista sem björgunarsveitarmaður!!! 2011 verður merkilegt ár fyrir þær sakir að ég verið þá orðin Hjúkrunarfræðingur og Björgunarsveitarmaður...svo er bara að sjá til hvað maður gerir ;o)
En þetta er pottþétt ein af betri ákvörðunum síðustu árin sem ég hef tekið....
2007 - fara í hjúkrun
2008 - fara í Boot Camp
2009 - fara í Björgunarsveitina Ársæl
2010 - ?
Núna er verkefnin farin að hrúgast inn og ég þarf að fara að gera heimapróf/verkefni sem ég á að skila á morgun....
1 ummæli:
2010... fara í hnapphelduna?
Skrifa ummæli