mánudagur, desember 13, 2010

Prófin og jólin

Þá er hið "næstum" því jólafrí hafið. Skólinn tæknilega búinn, prófin komu og fóru. Á svo rosalega myndalega mann sem tók sig til og málaði alla íbúðin meðan ég kláraði prófin, núna er bara eftir að skreyta og klára að þrýfa og þvo fyrir jólin. Sem betur fer verð ég eitthvað minna að vinna í ár en venjulega sem er bara fínt þannig ég hef tíma til að jólast og vinna eitthvað í lokaverkefninu sem mun taka mesta allan tíma minn í þessu fríi. Að sjálfsögðu mun ég leyfa mér að slæpast eitthvað aðeins, horfa á Dexter, fara í bío og dót.
Skólinn hefst fljótlega aftur eftir áramót og verður mest spennandi er að fara í valverknám á bráðadeild í Danmörku, á enn eftir að finna úr með nokkur atriði, hvar ég verð í verknámi, hvað ég verð lengi (hef fengið úthlutað 3 vikum en verð líklega ekki allan tímann) og gistingu, en ég fer út. Svo eftir bara nokkrir mánuðir (ef allt gengur eftir) lýk ég þessari skólagöngu með útskrift sem hjúkrunarfræðingur (hef örugglega minnst á þetta áður...) en það er svolítið ótrúlegt að þessum tíma sé að ljúka núna. Verð mjög fegin að vera útskrifuð og geta verið bara að vinna og farið að sinna því sem maður hefur ætlað að sinna undanfarin ár (eins og margir hafa sagt: "þegar ég er búin með skólann/þegar ég er orðin hjúkrunarfræðingur þá ætla ég..." eitthvað sem er ekki tengt vinnu eða skóla...)
Svo á maður eftir að sakna skólans fljótlega eftir nokkur ár ;o)


En núna að njóta frísins sem maður hefur og fær....

Engin ummæli: