Dagur 1 – 26.febrúar 2011
Loksins eftir 6 mánaða bið er þetta loksins komið....valverknámið í Danmörken áður en ég byrja á ferðasögunni first thing first....það er sh%&#“f%k&sk$(!kuldi hérna!!!! Sit núna á gólfinu í herberginu drekkandi øl (maður drekkur øl í Køpen....ekki bjór). Dagurinn byrjaði mjög snemma í dag, eða kl.03 og jafnvel fyrr útaf veðrinu. Binni skutlaði mér niður á BSÍ þar sem ég tók rútuna út á flugvöll. Var komin á flugvöllinn og búin að tékka mig inn hafði ég góðan klt til að dunda mér. Verslaði smá af snyrtivörum sem ég veit að eru ódýrari í fríhöfninni en annars staðar. Svo rétt um hálf 7 var skundað út í flugvél því við viljum ekki vera SEIN...áttum að fara á loft kl.7 en gerðum það reyndar kl.8 af því við þurftum að bíða eftir einhverjum 20 manns úr tengiflugi. Ég náði að sofna aðeins meðan við biðum og var farin að dreyma að ég væri komin á hótelið í Ishøj en vaknaði svo þegar við vorum að taka á loft. Náði sem betur fer að sofna aftur í ca klt. Lentum loksins í Køpen og eftir eitthvað smá vesen með að komast út, fann ég loks vinkonu buddyans míns hana Thi (borið fram Thí, ekki Thæ eins og ég ætlaði að gera) hún skutlaði mér á hótelið og hjálpaði mér að svona koma mér fyrir. Gaf mér símanúmerið hjá sér og við ætlum að vera í bandi í vikunni, þær vinkonurnar ætla að víst að sýna mér skemmtanalífið í Køpen næsta fös eða lau....hlakka bara til þess :o) Þetta er ágætt hótel sem ég er á, ef verðið væri á „venjulega“ genginu þá væru gæði í samræmi við verð, þannig ég get eiginlega ekki kvartað mikið. Herbergið er amk hreint og ég get fengið handklæði þegar mig vantar. Það var smá misskilningur hjá mér, það er ekki internettenging innifalin en get fengið hana í sólarhring fyrir 75 DKK (1500 ísl.kr) en klt er hins vegar 35 DKK sem er 750 ísl.kr, klárlega hentugara að fá sólarhringinn heldur en klt, verð bara að nýta hann vel þegar ég borga fyrir netið.
Þegar Thi var farin var ég hálf ráðalaus, var svona við það að verða svöng, langaði ekki í neitt hérna niðri (fyrir neðan hótelið er hálfgert verslunarmiðstöð, svolitið svona eins og Glæsibær bara stærra) eftir að hafa gengið um í nokkurn tíma, keypt mér danskt frelsi sem virkar svo ekki í símanum mínum og fengið endurgreitt ákvað ég að taka lestina til Køpen.
Þegar ég kom inn á aðallestarstöðina kom vægast sagt mikil nostalgía yfir mig við að ganga þarna inn, rifjaðist upp fyrir mér þegar ég og Bryn vorum að ganga þarna í gegn að leggja af stað í eitthvert skemmitlegasta ævintýraferðalag ævi okkar (alla vega minnar). Byrjaði á því að splæsa á mig pulsu og kók, sem kostaði mig litlar 720 ísl.kr. (pulsan 24DKK + kók 12 DKK, sem væri ekkert rosalegt ef danska krónan væri á 10ísl.kr eins og „venjulega“). Ákvað að leyfa mér þetta í svona fyrsta daginn. Fór út og fékk mér smá göngutúr gegnum Ráðhústorgið og niður Strikið. Kíkti í nokkrar búðir og að sjálfsögðu var ekki sleppt við H&M, fann þar rosalega flottan blaser-jakka sem kostar 350DKK (7000ísl.kr.) get réttlæt kaupin með því að svipaður jakki heima á Íslandi kostar 10-12 þús ef ekki meira. Tók eftir því að það er mjög misjafnt hvort hlutir eru dýrir eða ódýrir hér í Danmörk. Þessi jakki telst t.d. ódýr miðað við hvað jakki frá svipað stóru merki og H&M mundi kosta heima á Íslandi, hins vegar sá ég tilboð í Vera Moda 2 fyrir 1 eða 3 fyrir 2 á einhverjum bolum á 150DKK, væri alveg til í að borga 1500 kr fyrir en kannski ekki alveg 3000 kr. Maður verður bara að vera duglegur að margfalda með 20 allt sem maður verslar hérna.
Þegar ég var búin að þramma Strikið upp og niður (niður og upp, held ég samt að þetta er) ákv ég að skella mér bara aftur upp á hótel. Aftur kemur verðið inn í dæmið, eitt far í lestinni kostar 60 DKK sem er 1200 ísl.kr....held ég fari ekki aftur í lestinni nema til að versla á 2 klt og nýta miðann aftur til baka.
Þegar ég var komin aftur til Ishjøj ákv ég að fara í búðina að versla smá, keypti mér tvö epli og 3 banana sem verða nesti þegar ég fer á spítalann í vikunni og svo nýtti ég mér tækifærið og verslaði mér 3 litla bjóra, bara af því bara :o) Það er enginn ísskápur í herberginu en það er ekkert mál, það er svo vindasamt og kalt hérna að ég opnað smá rifu á gluggann og set vörurnar þar, helst alla vega kaldara en volgt.
Á morgun ætla ég svo að reyna að koma mér upp í Metropolitan skólann og svo spítalann, sjá hvernig leiðin er og hvernig þetta lítur út. Ég hitti svo alþjóðatengiliðinn á mánudaginn kl.9....hefði kannski átt að biðja um að hitta hana seinna en ég tækla þetta bara ;o)
Núna er ég að spá í að opna øl nr. 2 og kannski glugga aðeins í verkefnið fyrst mér er farið að hlýna aftur núna. Það var farið að kólna all svakalega þegar ég var á leiðinni heim og ég ekki með vettlinga eða eyrnaband. Þá er gott að vera með íslensku ullina, fór í lopapeysuna utan yfir flíspeysuna svona rétt til að ná upp hitanum.
Held það verði farið snemma í háttinn í kvöld og morgundagurinn tekinn snemma. Morgunmatur á hótelinu kostar 59 DKK sem þýðir að ég þarf að troða vel ofan í mig og svo ekkert að borða meira yfir daginn ;o)...sjáum til með hvernig það gengur....
Hef ekki meira í bili...
Venlig hilsen fra Køpenhavn
Apríl Eik
Ps.
Er ekki alveg farin að tala dönsku, fólk hefur nokkru sinnum farið að tala við mig af fyrrabragði á dönsku en ég er ekki alveg að ná að tala við þau á móti. Svo þegar ég reyni að tala eitthvað af fyrrabragði við fólk (oftast afgreiðslufólk) þá skilur það mig ekki neitt....þetta kemur vonandi á morgun ;o)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli