sunnudagur, febrúar 27, 2011

Dagur 2....

Dagur 2 – 27.febrúar 2011

Tók því svolítið rólega í morgun. Stillti samt verkjaklukkuna á 7 til að ná morgunmatnum, var ekki alveg með það á hreinu hvenær hann væri búin og ákvað því bara að mæta snemma. Morgunmaturinn kostar 59DKK (1200 ísl.kr) þannig ég reyndi að borða vel, cornflakes, eplasafi, rúnstykki og nappaði einu epli með mér. Splæsi á mig öðrum morgunmat á morgun þar sem ég er að fara að hitta alþjóðatengiliðinn minn og svo tengilið/kennara á sjúkrahúsinu, s.s. langur dagur á morgun. Ég gerði heiðarlega tilraun til að komast að því hvar ég hitti alþjóðatengiliðinn, í dag og fór smá á rúntinn með S-tog og strætó en endaði einhvers staðar leeeeengst í burtu frá þar sem ég átti að fara. Fékk eitthvað misvísandi upplýsingar útaf því það er sunnudagur, þá ganga strætóarnir eitthvað öðruvísi. Tók myndavélina með mér í þetta skiptið en gleymdi Garmin úrinu þannig ég get ekki sýnt hvert ég fór, ætla að reyna að muna eftir því á morgun. Er hins vegar búin að skrifa niður leiðina til tengiliðsins á morgun og svo til baka á sjúkrahúsið nákvæmlega þannig fjandinn hafi það að þetta klikki!!! Ekki er nú meira merkilegt að frétta héðan, Luise (buddyinn minn) er með lungnabólgu og gat því ekki komið með hjólið til mín í dag, sem er í lagi því ég mundi líklega ekki hjóla neitt fram og til baka á morgun. Vona bara að veðrið fari að skána því það er hundleiðinlegt svona rok og skítakuldi, gæti meira vel verið að þetta bíta aðeins meira á en heima a klakanum. Sem minnir mig á það...hef oft heyrt talað um að íslenskt kvennfólk kunni ekki að klæða sig eftir veðri og sér maður þetta sérstaklega niðri í miðbæ á næturnar á helgum, þá er ég að tala um sutt pils og opnir skór. Íslenskt kvennfólk hefur gert þetta í háa herrans tíð en oftast útaf skemmtanahaldi og þá er það mottóið lookið fram yfir þægindi (beauty is pain). Kom mér furðulega á óvart að kynsystur okkar hér í Kaupmannahöfn alla vega taka þetta skrefinu lengra. Hjá þeim er þetta ekki spurning um að lýta vel út á djamminu og dúða sig þess á milli á virkum dögum í flís og ull. Neinei...sá þó nokkrar HJÓLANDI í roki og -4°C í litlu pilsi og sokkabuxum. Ekki einhverjar þykkar ullasokkabuxur, heldur bara gömlu góðu nælon sokkabuxurnar. Margir mundu nú segja að þær haldi sér hita með því að hjóla, en þarna stóð ég í cintamani flísinni minni (buxum, peysu, eyrnaband,) 66°N jakkanum með hanska, drullukalt og ekki séns að ég gæti verið eitthvað að hjóla og haft það notalegt, þar fyrir utan eru engar brekkur í Danmörk til að maður fari að taka eitthvað á því og hitni eitthvað að ráði.

Kvöldið var svo bara hér á hótelinu í rólegheitunum, reyna að vinna smá í lokaverkefninu og hanga smá á netinu svona fyrst maður er að borga fyrir það.

Það er svo bara snemma að sofa því það er langur dagur framundan á morgun....

Bið að heilsa í bili....

Venlig hilsen

ps.

verð ekki með netið næstu daga en mun láta heyra í mér fljótlega....

Engin ummæli: