föstudagur, mars 04, 2011

Dagur 3-5 – 28.febrúar – 2.mars

Gleymdi smá fréttafluttningnum en hérna koma síðast liðnu dagar.

Á mánudaginn hitti alþjóðatengiliðinn minn og átti þar gott spjall. Ég fer svo aftur í skólann á fimmtudaginn í næstu viku, þá verður skiptinemadagur einhvers konar þar sem skiptinemarnir hittast, ræða um reynslu sína af heilbrigðiskerfinu i Danmörk, kannski aðeins af heilbrigðiskerfinu í sínu heimalandi og bara svona almennt spjall. Ég hélt þetta væri einhver kynning með powerpoint og veseni en það er ekki svoleiðis, heldur verður okkur skipt í nokkra 4-5 manna hópa og verður umræður þar á milli. Ég hélt líka að þetta væri skilda fyrir mig að mæta á þetta en það kom svo í ljós að svo er ekki en ég ætla samt að mæta, held það verði bara gaman. Ég fór svo í MÓSA strokið sem ég gleymdi að fara og sækja í dag en það er í lagi, get náð í það á morgun þess vegna, er með neikvætt frá Íslandi en þeir vilja líka neikvætt frá Danmörku. Þegar ég var búin á spítalanum í Hvidovre tók ég S-tog til baka að Nörreport St og ákvað að ganga til baka að Hovedbanen í gegnum Nörrebrodgade. Það var skítakuldi en stillt og gott veðrið. Tók myndavélina með mér og tók nokkrar myndir af göngutúrnum og set líka leiðina sem ég fór því ég var svo klár að hafa Garmin úrið mitt með mér ;o) Ég kíkti í nokkrar verslanir í Nörrebrodgade og skellti mér á eitt stk handtösku á 5000kr, hefði átt að kosta 2500 en ég ætla ekki að svekja mig á því. Þegar ég var komin að ráðhústorginu ákvað ég líka að skella mér aðeins á strikið (lesist H&M) og keypti þar nokkrar flíkur á okkur parið, buxur á Binna og jakka á mig. Svo hélt ég bara heim á leið. Endaði daginn svo bara uppi á hótelherbergi, sem er svo sem ekkert nýtt.

Á þriðjudaginn fór ég svo og hitti kennarann minn á bráðamóttökunni og deildarstjórann. Get ekki annað sagt en ég hálfvorkenni deildarstjóranum, hún var s.s. að koma úr fríi og skiljanlega er über mikið álag á henni bara við það að koma úr fríi en svona til að bæta ofan á það var að byrja hjá henni nýr hjúkrunarfræðingur og læknir sama daginn og ég ætlaði að byrja í verknáminu. Þegar við vorum að fara yfir það sem ég vildi fá útúr verknáminu kom í ljós að það hefði verið smá misskilningur því ég hafði sagt að ég vildi læra um störf hjúkrunarfræðinga og hvernig þeir væru að sinna hjúkruninni en ég vildi líka fá fjölbreytt tilfelli til að læra af í klíník. Þetta síðast nefnda hefur einhvern veginn orðið lost in translation, því hún var búin að sjá fyrir sér að ég yrði að taka hálfgerð viðtöl við hjúkrunarfræðingana. Ég sagði deildarstjóranum að ég vildi endilega læra meira í klíníkinni og að ég væri búin að starfa sem hjúkrunarfræðingur á annasamri deild síðastliðna árið (þannig ég er kannski aðeins meira en bara hjúkrunarnemi) og vildi gjarnan fá að vera svolítið sjálfstæð, eins og tungumálakunnáttan leyfir. Komst þá að því að danskir hjúkrunarnema fá ekki að taka hjúkrunarvaktir fyrr en eftir útskrift. Þegar deildarstjórinn var búinn að fara yfir mönnunina fram og tilbaka komst hún að þeirri niðurstöðu að líklega væri best að setja mig á næturvaktir mið og fim og elta einn kláran hjúkrunarfræðing. Ég afþakka það ekki!!! Eftir fundinn fór ég aftur upp á hótel og splæsti á mig sólarhring af internetaðgangi, spjallaði við Binna og m&p í gegnum Skype (snilld!!!) og hékk svo enn og aftur á herberginu. Hef verið að reyna að vinna eitthvað í lokaverkefninu en það er að ganga eitthvað hægt, en gengur samt sem áður.

Á miðvikudaginn fór svo allt í gang, ég svaf út og tók því rólega. Fékk mér að borða hérna á hótelherberginu, las smá, lagði mig fyrir nóttina og reyndi svo að lesa aðeins meira (þetta er allt að koma). Ætlaði að taka strætó um hálf 11 til að vera komin á skikkanlegum tíma, sem ég gerði. Þessar fyrstu tvær nætur voru nokkuð rólegar en ég fékk alla vega tækifæri til að læra að sauma, bara nokkur einföld saumspor. Í dag, föstu dag tók ég því næstum því rólega, fór að versla í Fisktorvet. Fór bara í H&M þar sem verðið á fatnaði í hinum búðunum virtist ekki það mikið lægri en heima á Íslandi, ætlaði að skella mér í bió en svo þegar ég var komin upp á hótel ákvað ég bara að vera inni í kvöld, skelli mér kannski frekar á morgun ;o)

Svona er tíminn fljótur að líða, strax búin að vera hérna í viku og á bara viku eftir, held að seinni vikan eigi eftir að vera svolítið fljótari að líða þar sem ég verð á vöktum á spítalanum.

Hef ekki meira í bili...ætla að koma mér snemma í háttinn til að vera fersk í fyrramálið ;o)

Engin ummæli: