miðvikudagur, mars 09, 2011

4. - 7. mars

Dagur 7-10 – 4.-7.mars

Tíminn er fljótur að líða þessa dagana. Tók 3 morgunvaktir núna, lau, sun og mánudag. Frekar rólegt allt saman, nema á sunnudaginn kom upp töluvert trauma á deildinni. Án þess að fara út í einhver smá atriði var hringt neyðarbjöll á einu herberginu og innan við 5 mín seinna voru 3 læknar, 2 svæfingarhjúkrunarfræðingar, 2 hjartahjúkrunarfræðingar (sáu um EKG og stuðtækið), 3 flutningsmenn (gegna sama hlutverki og sjúkraliðar á slysó heima á Íslandi) mætt á svæðið auk þeirra 3 hjúkrunarfræðinga og 2 lækna sem komu af bráðamóttökunni....og svo ég úti í horni að reyna að gera mig ósýnilega. Allt í allt var þetta um 15 manns sem voru komin inn í þetta litla herbergi með akútvagn, EKG tæki, stuðtæki, monitor og allir að vinna að sama markmiðinu, að bjarga sjúklingnum. Það tókst, alla vega á bráðamóttökunni, svo var farið með hann í tölvusneiðmynd og upp á gjörgæslu. Hafði ekki heyrt af sjúklingnum í dag en þetta er talið hafa verið pneumokokka sepsis eða meningitis. Allt gerðist þetta mjög hratt, hjúkrunarfræðingur sem tók á móti sjúklingnum var enn að klára að meta og taka sjúkrasögu þegar hann fer í hjartastopp. Ég ákvað að standa til hliðar og fylgjast með af þeirri einföldu ástæðu að ég er ekki nógu fær í dönskunni til að taka þátt. Mitt sjálfskipaða hlutverk var að loka hurðinni þegar einhver gekk inn eða út úr herberginu og færa til hluti þegar fólk þurfti að komast fram og til baka. Það var hins vegar mjög fróðlegt að fylgjast með fólkinu, hvað allir voru samstíga, allir með á hreinu hvað er næsta skref og hlutverki hvers og eins, hröð vinnubrögð og alls ekkert panic ástand á neinum. Svo var allt með hinu rólegasta í dag, alla vega um morguninn svo þegar líða tók á daginn fór að aukast álagið. Verður gaman að sjá hvernig morgundagurinn og miðvikudagurinn verða, þau segja á deildinni að það koma alltaf fleiri á kvöldin eftir vinnu heldur en um daginn.

Engin ummæli: