sunnudagur, maí 11, 2003

Kosningar og tekíla
Þetta var ágætis helgi.....byrjaði djammið á föstudaginn...átti sem sagt að vera að vinna á laugardaginn og ætlaði ekkert að fara að djamma daginn áður. Þess vegna vinna á barnum um kvöldið. En svo fékk ég bara frí á lau. og ég og Ester fórum á tekílafyllerí. Það líður mér seinnt úr minni ;0) Við álváðum líka að dressa okkur upp og fara í pils og vera sætar...hmmmm kem að því seinna. Við byrjuðum bara rólega fengum okkur margarítu, rótsterka og tók því dálítinn tíma að koma því niður en hafðist þó ótrúlegt sé....svo komu Þórey og Edda Katrín til okkar og við byrjuðum að skjóta tekíla (missti töluna eftir 5) og eins og þegar setlpur koma saman þarf að kjafta en við komum okkur út um 1 leitið sem er met hjá mér og Esteri....þegar við vorum komnar á ballið hittum við fullt af fólki t.d. Holræsiskarlana (strákar sem koma hingað með reglulegu millibili og maður farin að þekkja nokkuð vel) ég alla vena talaði við þá eitthvað. Við fórum á barinn og fengum okkur nýtt Smirnoff vodka með appelsínu bragði útí appelsín, ekkert smá gott mæli með því!! :0) Svo þegar ég var að labb framhjá stólunum til að setjast hjá stelpunum og Eiríku (hittum hann líka) festist klaufin sem var aftan á oilsinu í á einu stólbakinu og rifnaði eiginlega alveg upp í rennilás....ég var svolítið vandræðaleg og vildi helst fara heim til að skipta um þegar ég fattaði að ég gæti bara snúið því þannig klaufin var á hliðinni....ógeðslega hátt uppi!!!!! En það var allt í lagi og ég varð bara að passa upp á hana þegar ég sat, reyna að vera svolítið dönnuð. Svo vorum við búin að sitja þarna í einvhern tíma og spjalla við Eirík, þegar mér datt í hug að fara og taka tekíla skot (maður verður háður þessu) engin vildi fara með mér á barinn nema Eiríkur, and off we go....við förum á barinn og ég panta tvö tekíla, fer úr jakkanum og hendi honum á borðið þegar Þórey kemur og spyr hvað við erum að gera en fer eiginlega áður en ég get svarað og sný mér við og kalla á eftir henni hvort hún vildi taka skotið með okkur þegar ég tek eftir því að jakkinn minn á borðinu stendur í ljósum logum!!!!! Þórey sér þetta líka og við hlaupum báðar til og byrjum að lemja jakkann.....eftir þessi miklu slökkvistörf náðum við að drepa alla loga og glóðir en skaðin var skeður....það er stórt gat á vinstri erminni á svarta, riflaða flauelsjakkanum mínum!!!!!! Svo sorglegt...og hann er handónýtur (bókstaflega) en ég syrgði hann ekki lengi endan voru skotin tilbúin á barnum...eftir skotin fórum við upp að dansa síðasta dansinn og fljótlega eftir það fórum við út....úti fundum við gamlan skáta með kassagítar (hann er einu ári yngri en ég) og þar stóðum við að syngja brot og brot úr lögum (en engin heil) svo vara bara labbað heim í róleg heitunum, samt skítakuldi fyrir stelpu í rifnu pilsi og brenndum jakka......svona eru tekílafylleríin á Íslandi.....í gær, kosningarkvöldi var ég að vinna frá 18:00 til 04:00 og aftur í kvöld kl.19:00, nóg að gera.....
jæja gott í bili heyrumst seinna

Engin ummæli: