föstudagur, maí 09, 2003

Mörgæsir
Jæja ég var vakin "in the crack of dawn" kl.6 í morgun af mörgæsum að dimmitera...varð fyrst rosalega pirruð en svo sá ég þau og mundi hvað það var gaman hjá mér og mínum í fyrra. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst eins og það hafi verið í gær sem ég klæddist Gretti búningnum mínum vekjandi saklausa bæjarbúa af værum svefni með Captain Morgan í annari hendi og Odda í hinni og flautu í munninum.....það voru góðir tímar :0) Ég sagði stelpunum hvað þeir eru sniðugir á Akureyri og þeim fannst það rosalega kúl, hver veit nema við höldum smá partý heima hjá einhverri okkar og tökum niður hvítakollinn og förum að djamma með þann svarta kvöldið fyrir útskrift (hvaða ástæða sem er til að fara að drekka ;0) ) ég er hinsvega ekki búin að standa mig sem skildi í þeim efnum, en er að fara á tekíla fyllerí með Esteri í kvöld (átti að taka dagvakt á morgun lau. en þar sem það eru kosningar opnar staðurinn ekki fyrr en kl.18:00...alltaf að græða) en það verður bara stuð hjá okkur, með dimmision púkunum ;0)
en skólinn?!?!?
já það er nú saga að segja frá því eða ekki......ég finn hvergi stúdentskírteinið mitt!!! en örvæntið eigi, hún móðir mín mun finna það á vísum stað....held ég?!?
jæ´ja ég ætla að fara að taka aðein til hérna (henda t.d. áróðursmiðunum sem streyma endalaust inn á heimili landsmanna)þrífa bílinn og kaupa tekíla (af því ég MÁ það!!! er ekki alveg búin að komast yfir þess staðreynd...)
jæja nóg í bili.....
heyrumst

Engin ummæli: