laugardagur, maí 03, 2003

1. Maí
Það var nú fjör að vinna á 1.maí....það var ball um kvöldið sem ég var að vinna á (var ekkert smá flottur barþjónn) og svo opna daginn eftir, hljómsveitin vildi endilega mæta "in the crack of dawn" s.s. kl.10:00 !!!!!! og ég mætti þá eldsnemma til að leyfa þeim að hafa allt til og sveoleiðis...sem betur fer var ekki hlaðborð, sem er venjulega á fim. Fyrsta einn og hálfan klt var ekkert að gera....og ég bara að þrífa og gera hreint og svo kom eitthvað að fólki en lætin byrjuðu ekki fyrr en seinna um daginn þegar 8 manna hópur sem hefði verið í lagi hefði afmælið ekkeri verið búið akkúrat þá og ég að fra að taka til. Ég hringdi í Viðar og hann koma og bjargaði mér í smá stund rétt á meðan það versta var en svo þurfti hann að fara heim í sturtu og fá sér að borða og hafa sig til því hann byrjaði kl.19:00. Svo kom meira fólk sem settist á borðin sem ég var ekki búin að taka af (það er óþolandi fyrir þjóna að fók sest á eina af tveim borðum sem ekki er búið að taka af, munið það!!!!) og svo bara til að toppa þetta allt saman vildi fólkið í 8 manna hópnum fá 4 Irish Coffee og 1 Sex on the Beatch, þá kom Viðar loksins og bjargaði mér, en ég komst ekki heim fyrr en kl.21:00 þannig ég var að vinna frá 10:00 til 21:00 = 11 timar ekki slæmt það ;0)
en núna ætla ég bara að slappa af þanngað til ég fer að vinna í kvöld...
heyrumst

Engin ummæli: