föstudagur, janúar 20, 2006

Ljósmyndun

Var að klára ljósmyndunarnámskeiðið í gær, hefði svo sem alveg mátt sleppa því fyrir utan að fá afsláttarkortið og viðurkenningarskjalið. Við tókum próf í námsefninu á mánudaginn og viti menn....ég var með allt rétt, önnur af tveim held ég að hann hafi sagt en það var alla vega klappað fyrir mér...smá....svo daginn eftir vorum við að taka studíómyndir, hann hafði beðið aðra konu að vera fyrir en hún afþakkaði þá bað hann mig og mér fannst hálf asnalegt hefði ég sagt nei líka þannig ég sló til...sem var ágætt ég fékk líka að taka myndir en var ekkert að eyða ímyndunaraflinu á það....
þannig ég ætla að fara út á morgun og fara að taka myndir, þá þarf maður að ákv þemu og svo fara að láta vaða....kannski set ég eitthvað af afrekstrinum á netið ;o)
bið að heilsa í bili

2 ummæli:

Edda sagði...

hey kúl! er þetta digital eða bara venjulegt filmu námskeið?

April sagði...

þetta var digital en hann kenndi svo grunn hluti eins og ljósop og hraði og lýsingu á myndum og fl sem maður getur notað á filmuvél ;o)