laugardagur, janúar 14, 2006

Mál líðandi stundar

og hvað getur maður skrifað um annað þessa dagana en DV…
Hvaða afstöðu tekur maður??
Nei veistu ég ætla ekki að skrifa um þetta mál….ég var búin að skrifa voða mikinn pistil og velta hlutunum fyrir mér sem einkenndist aðallega af “ef” og “hefði” sem í raunin leiðir ekki til neins (svolítið svona eins og heimspeki), en samt stenst ekki mátið og verð að segja í stuttu máli:
Ég finn til með “meintum” fórnalömbum þar sem þau eru nokkur vegin skilin eftir í einhverju tóma rúmi og fá málinu aldrei lokið.
Ég finn til með fjölskyldu Gísla sem rétt eins og fórnalömbin eru í einhverju tóma rúmi og eiginlega gleymdust meðan allir eru að úthúða DV.
Ég er mjög fegin að ritstjórnin sagði af sér, kannski fer maður að kíkja í DV án þess að skammast sína eða jafn vel kaupa það eins staka sinnum.
Ég skrifaði hins vegar ekki undir undirskriftarlistana sem gegnum um á netinu, get ekki útskýrt alveg en líklega útaf því þetta minnir svo mikið á múgæsing eins og maður sér í fréttunum að utan, hefði þetta verið á Lækjartorgi hefði DV fólkið verið grýtt til dauða og þá væri maður ekkert skárri, ef blaðið fer svona rosalega í taugarnar á fólki….ekki kaupa það!!!
Þetta er í rauninni það sem ég hef að segja um þetta allt saman, vona bara að þessir vitleysingjar, sem höfðu þó vit á því að segja upp áður en þeir yrði grýttir, vona bara að maður eigi ekki eftir að sjá þá einhvers staðar annarsstaða eins og í pólitík eða með annan prentmiðil, vona bara að þeir svona einhvern vegin…..týnist

En annars er bara allt það fínast af mér og mínum að frétta, ég er að fara á ljósmyndunarnámskeiðið í vikunni og veit eiginlega ekki hvað ég er að fara útí en er mjög spennt….þarf að hringja í Róbert bróður því hann ætlaði að lána mér ógeðslega flottu myndavélina sína :oD

Bið að heilsa í bili….

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey hon, hvenær eigum við að fara í spinning?
Louie ;)

Nafnlaus sagði...

uhhhh.....eigum við ekki frekar að fara í bíó á sunnudaginn með Bryn