Helgarfrí.....þá er maður komin í helgarfrí...verður svo sem ekki mikið merkilegt gert nema kannski að kíkja aðeins út á laug ef ég á einhverja vini sem vilja vera memm....vinn úr því seinna.
Stóru góður fréttirnar sem ég minntist á um daginn eru þær að m&p eru að flytja til rvk...loksins!!! Pabbi hringdi bara up úr þurru fyrir viku og sagði mér að hann og mamma væru að fara að segja upp og flytja suður.....ha?!?! tók mig smááááá tíma að fatta þetta en það kom á endanum. Þannig núna er fasteignasjónvarpið allt í einu orðið voða áhugavert ;o)
Þeim langar að flytja hingað í svona “efri hluta” rvk, s.s. breiðholt, árbæ eða selás (minnir að hverfið sem er hérna rétt hjá árbænum heiti selás) það yrði ekkert smá næs að hafa þau hérna svona nálægt allt í einu, þá get ég farið í sund með mömmu og bíó með pabba. Það er hins vegar svolítið sorglegt að hugsa til þess að síðustu jól voru SÍÐUSTU jólin fyrir vestan, en það verður hins vegar mjööög gott að hafa þau hérna í rvk næstu jól og hlakka ég mjög mikið til þess. Þetta var svo sem aldrei spurning um hvort heldur hvenær og ég verð mjög fegin þegar þau koma til okkar (ekki bara mín og Binna heldur líka Júlla, Sollu, Sonju, Eydísi Völu, ömmum mínum, Völu frænku og allra hinna sem eru hérna). Ég og Binni ætlum líklega að fara um páskana og hjálpa til við að henda einhverju út og þá þarf ég að fara að taka saman þetta dót sem ég á heima, dótið sem maður notar aldrei, saknar ekki, skoðar aldrei og veit meira og minna ekki af því fyrr en á að fara henda því og þá tímir maður því ekki.
Annars er það af okkur að frétta...eiginlega ekki neitt...við erum enn þá að fara til Benidorm í ágúst, ég er ekki búin að fá svar varðandi nafnið, ég er reyndar búin að sækja um breytt lögheimili en það er ekki komið inn og svo erum við bara að vinna og vinna og ræktin þess á milli (oftast samt á undan á morgnana)
Jæja þetta er nóg í bili, tölvan orðin heit og ég nenni ekki að vesenast í þessari myndasíðu lengur....ekki alveg jafn auðvelt og ég hélt.
Binni er að koma heim heyrist mér og þá ætla ég að fara að kaupa mér íþróttaskó, ég var að hlaupa í þessum sem ég er að notast við núna, sumarið sem ég fór til Benidorm.....2001
Takk og bless