laugardagur, mars 25, 2006

Nýjasta eða ekki...

Vildi bara láta vita af mér....er búin að senda inn umsókn fyrir nafnabreytingu til Dóms-og kirkjumálaráðuneytis, þar sem bróðir hans Binna mun taka við henni og senda hana áfram til mannanafnanefndar (hugmyndir á skamstöfun á þessu nafni?!?) og þá er bara að bíða eftir að fá svar frá þeim til baka....eitt svolítið skondið hvað maður getur verið fattlaus....í vikunni hringdi í í Dóms-og kirkjum.ráðn. (dkm) og var að spyrjast fyrir um hvort ég þurfi að senda fæðingarvottorðið með þar sem ég er fædd í Noregi og það er tekið framm að það skuli sendast með ef viðkomandi sé fæddur erlendis. Ég hringi nokkru sinnum og konan bendir mér alltaf á að tala við lögfræðinginn hann Guðmund, nema hann Guðmundur er alltaf upptekinn þegar ég hringi þannig ég fæ netfangið hjá honum ....gudmundur.orvar.bergthorsson@.....is tók smá tíma þar sem þetta er frekar langt nafn og svona, sendi svo póst. Ég kem svo heim og segi Binna frá framtakssemi minni, þar sem hann segir mér að bróðir hans sé að vinna í dkm....Gummi bróðir hans!!!! Það sem er best af þessu öllu saman er að þegar ég er að stafa nafnið hans Gumma...B.E.R.G.T.H.O.R.S.S.ON fer snökkt í gegnum hausinn á mér "hey hann er Bergþórsson eins og Binni!!!" Alveg makalaust hvað fattarinn getur verið stuttur hjá manni!!!

jæja nóg af fattleysinu í mér...ég ætla aðhringja í m&p og fara svo að horfa á ROME afur í tölvunni minni þar sem er svo óóóóóógeðslega mikið að gera hérna....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að vita að fattarinn sé enn í sama hægaganginum hjá þér - þá er minni hætta á að hann verði útbrunninn fyrir aldur fram hjá þér ;)

April sagði...

jájá gerðu bara grín af mér...