mánudagur, mars 20, 2006

Helgin sem leið og vikan sem byrjar

já við skötuhjúin fórum upp í sumarbústað að slappa af í orðsins fyllstu merkingu. Við komum upp eftir um kl.19 í niðarmyrkri og svartaþoku sem var bara kósý og rómó ;o)
við byrjuðum á að hita upp bústaðinn og fengum okkur að borða, reyndar skyndibita sem við tókum með okkur....KFC. Horfðum á sjónvarpið og spiluðum smá trivial, þar sem ég vann rétt naumlega. Við komum okkur bara tiltölulega snemma í háttinn og svo tiltölulega seint á fætur, eða kannski ekki eitthvað um hádegi. Tókum smá rúnt um svæðið, skiptum um kút og tókm myndir af hestum sem greinilega voru að sálast úr hungri því margir siluðust til okkar yfir hálft engið bara til að komast að því að við vorum ekki með neitt að borða, bara myndavélar.
Þegar við komum í bústaðinn aftur var ég komin með frekar leiðinlegan hausverk þannig ég lagði mig og svaf á mínu græna frá 14-19 geri aðrir betur!!! Binni tók því líka bara rólega, tók til í skúffum og hnýtti nokkrar flugur. Við grilluðum svo lamb og svín og átum á okkur gat. Nonni félagi hans Binna kom svo seinna um kvöldið og við spiluðum Buzz nokkru sinnum þar sem ég vann aldrei...líka bara ömurlegt spil....
við fórum svo reyndar nokkuð snemma að sofa á laugardaginn en tókum sunnudaginn snemma og vorum komin á malbikið um hálf 1...svo var bara eitthvað að dúllast.....fór smá í sund af því það er ekki rennandi vatn enn þá uppfrá.
Ég fékk svo bréf frá mannan.nefnd þar sem mér er tilkynnt nokkurn vegin að útaf því ég hafi sent inn vitlausa beiðni þá var tillagan að nafninu Apríl feld niður þar til ég sendi inn umsókn um nafnabreytingu og ég er einmitt að fá mömmu tl að gera dauðaleit að fæðingarvottorðinu mínu þar sem maður þarf þess víst ef maður er fæddur erlendis....dæmigert.....!!!
bið að heilsa í bili.....

ps.
er að fara að duna mér við að setja myndirnar af árshátíðinni inn á

Engin ummæli: