þriðjudagur, mars 14, 2006

Þá er það komið á hreint

...kannski ekki alveg með hvort nafnið verður samþykkt eða ekki en þau eru að vinna í því ;o)

þetta er það sem ég fékk til baka

Komdu sæl, Ásta Júlía.

Mannanafnanefnd tók til meðferðar beiðni þína um eiginnafnið Apríl þar sem talið var að þú værir að sækja um nafn á óskírða dóttur þína. Málinu var frestað þar sem hin nýja mannanafnanefnd vildi athuga gaumgæfilega, hvort tilefni væri til endurskoðunar á fyrri úrskurðum þannig að samþykkja skyldi eiginnafnið Apríl. Nefndin hefur ekki enn komist að niðurstöðu, m.a. vegna þess að rökstuðningur fyrir fyrri úrskurðum er í raun ekki rangur, síður en svo. Hins vegar, þegar farið var að athuga hjá Hagstofu Íslands, hvort þú ættir ekki örugglega óskírt barn, og svo var ekki, þá var málinu frestað áfram og ég skrifaði þér bréf þann 10. mars sl. Aðstaðan er nefnilega sú, að mannanafnanefnd afgreiðir aldrei almennar fyrirspurnir um nöfn og á ekki að gera það.

Annars geta beiðnir um samþykki fyrir nafni borist mannanafnanefnd á þrjá vegu:

a) beiðni foreldra/foreldris um samþykki fyrir nafni fædds en óskírðs barns,
b) beiðni frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti um samþykki fyrir nafni í þeim tilvikum þegar sótt hefur verið um nafnbreytingu til ráðuneytisins, og umbeðið nafn er ekki á mannanafnaskrá (eins og verður í þínu tilviki)
c) beiðni frá Hagstofu Íslands um samþykki fyrir nafni í þeim tilvikum þegar prestur hefur skírt barn nafni sem er ekki á mannanafnaskrá. Þá er Hagstofunni óheimilt að skrá nafnið á þjóðskrá.

Í þínu tilviki mæli ég með því að þú sendir dóms- og kirkjumálaráðuneytinu beiðni um nafnbreytingu en eyðublöð er að finna á vef ráðuneytisins. Ég vil auðvitað ekkert segja um það, hvort mannanafnanefnd samþykki Apríl - en við erum að skoða málið eins og ég sagði áður þannig að við erum ekki enn búin að hafna nafninu !

Bestu kveðjur,
Kolbrún Linda Ísleifsdóttir formaður mannanafnanefndar

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Go go go maður... er það ekki bara málið, sérstaklega þar sem hún var nú eiginlega að hvetja þig til þess *blikk*blikk*

April sagði...

nákvæmlega....þarf samt að fá fæðingarvottorðið frá mömmu af því ég er ekki fædd á Íslandi!!! Hverjar eru líkurnar á að maður lendi í svona veseni....