mánudagur, maí 29, 2006

Mér tókst það...

Loksins dregur til tíðinda hér á bæ. Ég hef beðið aðeins með það að tilkynna þetta en læt það vaða þar sem ég gekk frá þessu í dag, svona formlega.
Í síðustu viku, nánar tiltekið síðasta mánudag, fékk ég bréf frá Dóms-og kirkjumálaráðuneyti sem hefst svona: "Hér með tilkynnist yður að ráðuneytið hefur gefið út nafnbreytingarleyfi, yður til handa, þannig að nafn yðar verði Apríl Eik Stefánsdóttir Beck." Það er sem sagt búið að samþykkja nafnið Apríl, kvk með eignarfalls-endingu og öllu. Hins vegar er ekki búið að koma úrskuðrinum á netið en það verður vonandi gert í vikunni, langar svolítið til að sjá hvað var ákveðið. Þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina þegar ég fékk þetta, Binni reyndar las þetta upp og gerði það svo snildarlega, að þegar ég sá svipinn á honum sagði ég: " Þau höfnuðu þessu." og ég virkilega trúði því!!!
Eitt sem sýnir hvað Ísland er lítið land, Guðmundur Örvar Bergþórsson, lögfræðingurinn sem skrifar undir er bróðir hans Binna, og kona sem afgreiddi mig með leyfið heitir Inga Dóra og þekkti mömmu og pabba þegar þau bjuggu útí Noregi og er líka skólasystir hennar Ástahildar frænku. En boltinn er kominn af stað, Inga Dóra sagði að þetta verði líklega ekki komið í þjóðskrá fyrr en í næstu viku og þá get byrjað á því að fá allt dótið á RÉTT nafn. Sem betur fer fór ég fram á það á sínum tíma að fá 2 stúdentskírteini, eitt á hvort nafn, en það var ekki hægt þannig Apríl var sett í sviga undir Ástu þannig ég þarf líklega ekki að endurnýja það, við sjáum hins vegar til með það.
Annað í fréttum, ég, Binni og Júlli bróðir erum að fara vestur á föstudaginn til að hjálpa þeim gömlu að flytja suður. Við keyrum svo aftur á sunnudaginn vonandi, verður gott að hvíla sig aðeins áður en vinnuvikan hefst aftur.

Nóg í bili hérna...ætla að kíkja í þjóðskrá og athuga hvort þetta sé nokkuð komið inn, held ekki en það má kíkja (það er gallinn við að þurfa að bíða í viku, ég vinn við tölvu þannig það er mjög auðvelt fyrir mig að komast á netið!!!)

mánudagur, maí 22, 2006

Eurovision

jæja þá er það komið á hreint...Finnar unnu Eourovision í fyrsta skiptið í 45 ár...held við Íslendingar ættum ekkert að vera að væla yfir einhverjum skitnum 20 árum ;o)
Laugardagurinn var alla vega vel heppnaður í alla staði hjá okkur, byrjuðum á því að fara í keilu og merkilegt nokk var ég ekki lægst. Svo var ferðinni heitið austur fyrir fjall nánar tiltekið á Draugasetrið á StokksEyrarbakka. Eftir það var farið í sturtu einhvers staðar nálægt (í sundlaug samt) og svo var farið á þann frumlega stað Laugarás þar sem voru líka þessir litlu sætustu kettlingar sem ég hef séð....átti mjög erfitt með að taka EKKI kisurnar heim en það er alltaf einhver kokkur sem heldur mér á jörðinni og minnti mig á að við eigum stóra, sæta kisu heima (þessi kokkur byrjar á B- og endar á -inni) Maturinn var einfaldlega mjög góður, nokkrar steikur á fati, kartöflur, sósa og salat og svo bara fékk maður sér eins og maður gat í sig látið!!! og svo var horft á Euro með smá minigólfi og pool inn á milli. Stuttu eftir að Finnar mössuðu kepnina var haldið heim. Það voru einhverjir með hugmyndir um að fara niður í bæ en það dó laaaangt fyrir utan bæjarmörkin. Ég og Binni löbbuðum svo heim í góðum fíling um kl. hálf 2 um nóttina og vorum svo bara hress daginn eftir...sem verður ekki sagt um alla.

Jæja bið að heilsa í bili...áfram Liverpool (segir Binni)

föstudagur, maí 19, 2006

20 ára bölvun aflétt

Þetta er alla vega mín kenning.
Fyrir 20 árum, 1986, tókum við Íslendingar þátt í Evróvisíon í fyrsta skiptið. Bjartsýnin var svo ógurleg í landanum að við vissum (héldum ekki) vissum að við værum að fara að meika það í hinum stóra heimi og yrðum loksins heimsfræg með Gleðibankanum. Árangurinn varð víst ekki betri en 16. sætið það árið. Svo heldur boltinn áfram að rúlla og við ótrauð sendum áfram lög í keppnina og í hvert skipti finnum við einhvern veðbanka sem spáir okkur góðu gengi. Núna loksins 20 árum seinna segjum við "Screw this" og sendum inn lag sem við vitum að hneykslar og gerir allt vitlaust með manneskju sem gefur skít í allt og alla. Það var alltaf bókað mál, við myndum ekki vinna og líklega ekki komast í undan úrslitin.
Næsta ár munum við í fyrsta skipti eiga séns, þar sem karma er búin að jafna metin fyrir hrokann í okkur fyrir 20 árum.

Áfram Finnland

miðvikudagur, maí 10, 2006

Stelpudagur

Þá fer að líða að því, Stelpudagurinn núna á laugardaginn 13.maí
Planið verður ekki alveg eins og við ætluðum okkur en það verður bara að hafa það ;0) förum á Red Chilli á laugarveginum að fá okkur morgunmat og förum svo upp í árbæ í sund að spóka okkur í sólinni í dágóðan tíma, eftir það verður farið í bryggjuhverfið í mat og djamm. Eftir matinn verður kynning frá femin.is (undirföt og fl.)
Þetta verður planið fyrir helgina...myndavélin verður með í för...spurning hvort maður kaupir vatnshelda myndavél...veit ekki hvernig það leggst í stelpurna og aðra sundlaugargesti!!
Nóg í bili...

fimmtudagur, maí 04, 2006

Efti helgi kemur...

Jæja þá er síðasta helgi liðin og sú næsta að renna í hlað...Binni kom heim mjöög seint eða um 2 - 2:30 aðfaraótt þriðjudags, mjög sybbinn. Það var ekki verslað mikið enda ekki beint verslunarferð, en hann náði nú samt í nokkra vildarpunkta heimilisins eins og hann kallaði það það (vildarpunktar heimilisins eru gjafir sem eiginmenn/kærastar kaupa handa eiginkonum/kærustum þegar þeir fara erlendis á fótboltaleiki) og það sem hann leypti hansa mér var nú ekkert smáræði...mjög fallegt demantsúr frá Guess

og hjartalaga demantseyrnalokkar, ekekrt of væmið en mjög fallegir og kvennlegir. Annars var þetta bara mögnuð upplifun fyrir hann enda mikil Liverpool aðdáandi...kom heim með Liverpool húfur, treyjur og trefla.
Ég var svo bara heima á meðan að vinna og horfa á video. Fór í party til Ingu hópstjóra þar sem var Jello skot á línuna (þarf ekki að útskýra nánar) Það vartekið fullt af myndum, misgóðar og þegar ég var búin að eyða út öllu vitlaus myndunum þá eru 101 eftir og hefðu getað verið fleiri. Er að hlaða þeim myndum inn á síðuna mína ;o) og svo myndunum frá Binna, þær eru reyndar ekki eins margar en segja sína sögu. Svo er bara að vinna þessa helgi eins og oft áður og næstu helgi verður stelpudagurinn ógurlega mikli!!! Erum ekki alveg komnar með þetta á hreint en erum að leggja loka hönd á verkið

Bið að heilsa í bili...