mánudagur, maí 22, 2006

Eurovision

jæja þá er það komið á hreint...Finnar unnu Eourovision í fyrsta skiptið í 45 ár...held við Íslendingar ættum ekkert að vera að væla yfir einhverjum skitnum 20 árum ;o)
Laugardagurinn var alla vega vel heppnaður í alla staði hjá okkur, byrjuðum á því að fara í keilu og merkilegt nokk var ég ekki lægst. Svo var ferðinni heitið austur fyrir fjall nánar tiltekið á Draugasetrið á StokksEyrarbakka. Eftir það var farið í sturtu einhvers staðar nálægt (í sundlaug samt) og svo var farið á þann frumlega stað Laugarás þar sem voru líka þessir litlu sætustu kettlingar sem ég hef séð....átti mjög erfitt með að taka EKKI kisurnar heim en það er alltaf einhver kokkur sem heldur mér á jörðinni og minnti mig á að við eigum stóra, sæta kisu heima (þessi kokkur byrjar á B- og endar á -inni) Maturinn var einfaldlega mjög góður, nokkrar steikur á fati, kartöflur, sósa og salat og svo bara fékk maður sér eins og maður gat í sig látið!!! og svo var horft á Euro með smá minigólfi og pool inn á milli. Stuttu eftir að Finnar mössuðu kepnina var haldið heim. Það voru einhverjir með hugmyndir um að fara niður í bæ en það dó laaaangt fyrir utan bæjarmörkin. Ég og Binni löbbuðum svo heim í góðum fíling um kl. hálf 2 um nóttina og vorum svo bara hress daginn eftir...sem verður ekki sagt um alla.

Jæja bið að heilsa í bili...áfram Liverpool (segir Binni)

Engin ummæli: