fimmtudagur, maí 04, 2006

Efti helgi kemur...

Jæja þá er síðasta helgi liðin og sú næsta að renna í hlað...Binni kom heim mjöög seint eða um 2 - 2:30 aðfaraótt þriðjudags, mjög sybbinn. Það var ekki verslað mikið enda ekki beint verslunarferð, en hann náði nú samt í nokkra vildarpunkta heimilisins eins og hann kallaði það það (vildarpunktar heimilisins eru gjafir sem eiginmenn/kærastar kaupa handa eiginkonum/kærustum þegar þeir fara erlendis á fótboltaleiki) og það sem hann leypti hansa mér var nú ekkert smáræði...mjög fallegt demantsúr frá Guess

og hjartalaga demantseyrnalokkar, ekekrt of væmið en mjög fallegir og kvennlegir. Annars var þetta bara mögnuð upplifun fyrir hann enda mikil Liverpool aðdáandi...kom heim með Liverpool húfur, treyjur og trefla.
Ég var svo bara heima á meðan að vinna og horfa á video. Fór í party til Ingu hópstjóra þar sem var Jello skot á línuna (þarf ekki að útskýra nánar) Það vartekið fullt af myndum, misgóðar og þegar ég var búin að eyða út öllu vitlaus myndunum þá eru 101 eftir og hefðu getað verið fleiri. Er að hlaða þeim myndum inn á síðuna mína ;o) og svo myndunum frá Binna, þær eru reyndar ekki eins margar en segja sína sögu. Svo er bara að vinna þessa helgi eins og oft áður og næstu helgi verður stelpudagurinn ógurlega mikli!!! Erum ekki alveg komnar með þetta á hreint en erum að leggja loka hönd á verkið

Bið að heilsa í bili...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er allt að koma - prófin að verja búin, og stelpudagurinn að fara að byrja!