laugardagur, apríl 29, 2006

Liverpool og Ben&Jerry's

Jæjæ gamall draumur hjá kallinum að rætast...hann er á leik með Liverpool á Anfield. Leikurinn fór Liverpool 3- Aston villa 1...þannig það er mikið um gleði þar og verður fram á nótt. Ég er hins vegar bara að njóta þess að vera ein heima frekar en að láta mér leiðast. Fór með Ester í bíó í gær á Scary Movie 4 sem var svo sem ágætis skemmtun. Ætlum að leigja okkur kellingavælumyndir og njóta þess...valið: Just Like Heaven og In Her Shoes!! og aðsjálfsögðu með Ben&Jerry's við höndina. :o)
Svo bara taka því rólega á mánudaginn, kannski taka aðeins til áður en kallin kemur heim eða jafn vel ekki, sjáum til hvað nennarinn nær langt. Annars er ég mikið búin að vera að spá í því að fara í skóla aftur næsta haust, og fara þá lífeindafræði eða eins og það kallaðist í gamal daga "meinatæknir" aldrei að vita nema maður fari að vinna hjá Kára einn daginn. EN ég þarf að skoða þetta aðeins, þetta heillar svolítið en greinilega ekki nóg til að ég stökkvi á þetta...

bið að heisla í bili, ætla að fara að trufla Unu sem á að vera að læra fyrir próf...af hverjur ætla ég að trufla hana?? MÉR LEIÐIST

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Well truflið þitt gekk nú ekki betur en svo að ég bara brilleraði í prófinu - en núna er lúllutími :S