mánudagur, apríl 10, 2006

Nýjar myndir

Jæja þá er ég búin að setja inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm sem heitir því frumlega nafni.....Ýmislegt!!!! og þar sem nafnið er svona rosalega sértækt þá á þetta albúm eftir að stækka mikið....
annars er ekkert merkilegt að frétta af okkur annað en það að við erum að fara vestur á morgun...jei!!! Komum svo aftur á mánudaginn í næstu viku, heil vika í frið og ró heim á ísó....í næst síðasta sinn geri ég ráð fyrir....síðasta skiptið verður í sumar líklega helgina áður en þau flytja, þá er svona hugmyndin um að við (ég og Binni) og kannski Júlli og co ef þau vilja og geta, fara vestur og hjálpa þeim að klára dæmið, verður allavega ég og Binni.
Annars er það bara ræktin og vinna, reyna að koma sér í eitthvað form fyrir Beni 2006...get ekki beðið eftir því að komast út!!!
uuuhhhh....eitthvað annnað merkilegt.......neibb...eða jú......
Ég og Una ákv að halda stelpudag með okkar nánustu vinkonum miðjan maí og verður mikið húllum hæ hjá okkur, verðum líklega ca. 10 (vonandi) annars verður helvíti erfitt að fá svona hóptilboð ef við erum kannski bara 7 eða eitthvað álíka. Planið, enn sem komið er, er að gera eitthvað um daginn, fara í dekur í Baðhúsið (þau voru alla vega með bestu tilboðin af þeim sem ég hef skoðað) fara svo heim til einhverrar (líklega mín eða Láru systir hennar Unu ef hún leyfir) þar sem við fáum okkur að borða lambalæri með meiru, svo um kvöldið var planið að fá einhverja kynningu á einhverjum sniðugum vörum.....og svo á djammið....
Þetta er svona fyrsta uppkastið af þessu....við sjáum svo hvað setur.

Jæja nóg í bili....hef reyndar ekkert betra að gera þar sem ég er komin í VIKUFRÍ!!!!!

Takk og bless.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Well góða ferð vestur bæði tvö - ég verð víst að skoða myndirnar síðar þar sem linkurinn er ekki að virka núna :S

Nafnlaus sagði...

blesssuð sæta.
Vildum óska ykkur gleðilegra páska og hafið það mikið gott. kisses Sæunn Inga og Ívar.