þriðjudagur, apríl 04, 2006

Fólk er fífl..

Búið að vera mjög leiðinlegur dagur í vinnunni í dag....brjálað að gera og fók veikt og annað fók að hringja inn og væla...en hvað um það
Ég og Una fengum þá snilldar hugmynd að hafa smá svona stelpudag. 13. maí nákvæmlega, það er fyrsta fríhelgin mín eftir páska og þá er Una búin í prófum, ég er búin að fá staðfest frá Bryn að hún ætlar að vera með og svo er bara að sjá hvernig hinar taka í málið!!!
Svo er það annað mál....ég og Binni erum að fara vestur á þri og komum mán eftir. M&P eru búin að selja fyrir vestan og kaupa fyror sunnan þannig núna er þetta að verða að alvöru. Það sorglega er samt að núna er ég að fara að pakka niður mest öllu af mínu dóti sem ég er lúmskt búin að vera fresta í dágóðan tíma ;o/ en svona er lífið....
Við vorum með "matarboð" á helginni, þ.e.a.s. að við vorum með mat fyrir fólk sem var að bjóða fólki í matinn og þénuðum helvíti vel þar sem fer í gjaldeyri mínus kannski eitthvað smá...
Fórum svo út á lífið um kvöldið og skemmtum okkur bara ágætlega...en ekkert svo vel daginn eftir, eg var að vinna 14-23.

Ætla að fara að gera eitthvað af viti núna, kannski að lesa bókina sem m&p lánuðu mér....eða líka bara góna út í loftið

Bið að heilsa

ps.
Disney dísin hér að neðan á að vera Meg í Herkúles....ef þið föttuðu það ekki ;o)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ahh... that Meg... nú skil ég... hóst hóst...