þriðjudagur, september 26, 2006

Réttu myndirnar

það hlaut að vera...ég valdi vitlausa skrá til að setja myndirnar inn og þess vegna gekk þetta svona illa. Ég er að setja ca. 150 bestu þannig þið getið séð allt ferðalagið núna ;o)
Svo ætla ég líka að setja inn myndirnar frá River Rafting sem ég fór með pabba og Júlla bróðir í sumar, ekki seinna að væna.

Annars gerði ég mér lítið fyrir og fór út að taka myndir í góða veðrinu í dag, taka svona artie-fartie myndir sem ég vona að hafi heppnast. Ég fór svo með 2 filmur til Dikta þar sem ég ætla að fá þær á disk því HP var ekki að gera góða hluti og ekkert voðalega ódýrir, frekar að borga aðeins meira og fá betra myndir á netið. Er farin að hugsa rosalega mikið um ljómyndun núna og getur verið að ég skelli mér á stafræna linsuvél eftir áramót, þanngað til verður þessi bara að duga.
Það er annað hvort það eða að fara í köfun og þá er ljósmyndunin ódýrari, eða ódýrari startpakki...

Við erum svo að fara að kaupa okkur flakkara fyrir myndirnar (sem ég er búin að taka) og svo ætlar Albert bróðir hans Binna að setja inn nokkrar kvikmyndir inn á fyrir okkur, þannig við getum horft beint í sjónvarpið, mjög þægilegt ;o)

Ætla að kíkja á myndirnar og setja eitthvað meira á netið, hugsanlega...

Engin ummæli: