miðvikudagur, september 06, 2006

Sófasett og svefnsófi til sölu

Tiltektirnar á heimilinu fóru aðeins úr böndunum og núna erum við með 2 (3) sófa til sölu. Sófasettið í stofunni og svo hornsvefnsófann minn. Ég er ekki með myndir af settinu (er að vinna í því) en ég er með mynd af svefnsófanum sem ég tók af ikea.is.


Þannig ef einhver veit um einhvern sem vantar annað hvort eða bæði má endilega láta mig (Apríl Eik 8693118) og Binna (9675339) vita.

Eitthvað annað í gangi??
Neee...ég athugaði hvort það væri of seint fyrir mig að skrá mig í spænsku 103 í FA, lokafresturinn var 2.09 og ég sendi póstinn 4.09 en þau hafa ekki svarað mér þannig minn missir :o( og svo ætla ég loksins að skella mér í áhugasviðskönunn 03.10 kl.10 (verð að muna að setja í reminder. Þá fæ ég loksins að vita hvað mig langar að verða þegar ég verð stór, eða svona kemst aðeins nær því.

Er svo að fara með Binna til m&p að horfa á Ísland - Danmörk í nýja flotta LCD sjónvarpinu sem þau voru að fá sér.

Ekki meir í bili, bið að heilsa

Apríl Eik sölumaður

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skal hafa augu og eyru opin fyrir ykkur.