sunnudagur, nóvember 05, 2006

10 dagar í ammæli

Hugsa sér hvað tíminn flýgur...ég á afmæli eftir 10 daga. Ég á enn þá dekur í Baðhúsinu sem Binni gaf mé í sumar sem ég ætla að nýta mér ;o).
Við ætlum að fara út að borða á laugardaginn í villbráðaveislu í Perlunni, með vinafólki okkar (orðin svo fullorðin) býst ekki við því að fara neitt á miðvikudaginn, verður líka bara gott að eiga kvöld heima í rólegheitunum, kannski ég fái að taka einhverja stelpumynd ;o)
Svo eftir 15.nóv hefst jólaundirbúningurinn, verður nú fjör. Ég ætla að reyna að taka eitthvað af þessu sumarfríi sem ég á yfir jólin og hella mér í það að vera jólabarn í ár. Var meira að segja að hugsa um að skreyta stigaganginn í blokkinni heima, verður örugglega vel tekið í það :oD
Svo er ég búin að skrifa mér markmið....ætla að vera búin að missa 8 kg 15.des og 10 kg um áramótin, bara harkan sex og hana nú!!!!

Er að fara í ljós núna og svo að sækja Binna

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara alltaf afmæli... en ekkert partý?

April sagði...

neee...nenni ekki að halda partý