sunnudagur, nóvember 12, 2006

Villibráð í Perlunni

það hafðist þá loksins. Við fórum út að borða í Perluna og það var mjööööög gott. Fengum gæsa (eða anda) súpu í forrétt, svo í ýmsa smá-rétti í forrétta, aftur. Reyktur lax, sjávarrétta salat hvalkjöt og fleira í þessum dúr og þetta var í rauninni nóg til þess að maður yrði saddur, en nei nei það voru aðalréttirnir eftir, gæs, hreindýr og dádýr (minnir mig) og það bókstaflega bráðnaði í munninum.
Við ætluðum að fara í keilu eftir matinn en ég var búin að vera með hausverk núna síðastliðnu 4-5 daga og var ekki alveg að meika að fara í keilu þar sem ég var svolítið slöpp í hausnum (ég var ekki full, ef þið haldið það) Þannig við fórum bara heim til Gumma og Bjargar og vorum að spjalla þar frameftir og Björg skutlaði mér og Binna heim.
Núna er ég vöknuð útaf kirkjuklukkunum, sem er byrjað í klingja kl. 10 á sunnudagsmorgni, og ekkert 10-15 mín nei takk, þetta er svona hátt upp í klt - einnoghálfan, með pásum sem er verið að klingja þeim. Alveg ótrúlega virðist Binni sofa þetta alveg af sér.

Ég ætla að far aað horfa á Heros í tölvunni og bara hafa það gott

kv
Apríl Eik

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að það var gott að hafa það gott...

Hehe.. ef gottið er gott heytir gottið - Una (já why the hell not!)