miðvikudagur, nóvember 22, 2006

jólin koma

Ég og Binni erum tiltölulega snemma í þessu jólaundirbúningi. Búin að kaupa meira en helming af jólagjöfunum. Ég fer svo á laugardaginn til að klára svona eitt og annað, markmiðið er að vera búin að þessu fyrir 1.des takk fyrir.
Ég fór svo á Bond með m&p á sunnudaginn og váááá hvað maðurinn er flottur!!! Hann er ekki myndalegur eins og Brosnan en líka alveg kominn tími til að fá mann sem er alveg skítsama þó hann drepi mann og annan. Ætla að fara aftur með Ester á laugardaginn og klára dæmið,
eða eitthvað af því.


Segjum frá því betur á eftir.

Engin ummæli: