Komin til tími til að skrifa eitthvað.
Við vorum fyrir norðan 16 - 19 febrúar, og höfðum það sko mjööög gott. Við nýttum lau og sunn í að skoða fornar æskuslóðir foreldra hans Binna og svo hvar móðurforeldrar systkina hans Binni bjuggu á sveitabæ. Jarðaförin var svo kl.13:30 á mánudaginn, við bjuggumst við því að fara heim á þri en við ákv svo bara að skella okkur suður og tók ferðin 4 klt.
Þegar við komum heim ætluðum við að verða voða duglega enda í fríi frá 20. feb til 1 mars., fara í ræktina og taka til á heimilinu og guð má vita hvað en það gerðist víst ekki ella vega ekki eins mikið og við vonuðumst.
Ég byrja svo að vinna aftur á morgun, Binni er enn þá að býða eftir að heyra frá Grétari bróðir sínum um hvort hann eigi að koma á morgun eða eftir helgi.
Svo 10.mars er árshátíðin hjá Símanum ef marka má hátíðina í fyrra þá verður heljarinnar fjör.
Annars bið ég bara að heilsa og þakkar fyrir samúðar óskir og stuðninginn.
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
mánudagur, febrúar 12, 2007
Bergþór Njáll Guðmundsson
Bergþór, pabbi hans Binna, lést á föstudagsmorguninn 9.febrúar á hjúkrunarheimilinu á Víðinesi. Þau voru fjögur af börnunum hans hjá honum, Binni, Inga, Gummi og Mæja. Við fengum að vita á þriðjudaginn í síðustu viku að hann ætti stutt eftir og var Binni hjá honum nokkrar nætur, ásamt fleiri systkynum. Við tókum helgina rólega en vorum samt ekki mikið heima, fórum til mömmu hans Binna út í Grindavík, til foreldra minna og Emmu systir hans Binna, svona til að dreyfa huganum aðeins.
Jarðaförin verður svo á Akureyri á mánudaginn en kistulagningin á föstudaginn þannig við verðum næstu helgi fyrir norðan hjá Helga bróðir hans Binna. Við förum norður á fimmtudaginn og komum aftur heim á þriðjudaginn. Þá tekur hið daglega líf aftur við.
Meira var það ekki.
Hvíl í friði Beggi.
Jarðaförin verður svo á Akureyri á mánudaginn en kistulagningin á föstudaginn þannig við verðum næstu helgi fyrir norðan hjá Helga bróðir hans Binna. Við förum norður á fimmtudaginn og komum aftur heim á þriðjudaginn. Þá tekur hið daglega líf aftur við.
Meira var það ekki.
Hvíl í friði Beggi.
mánudagur, febrúar 05, 2007
Helgin
Þá er helgin liðin og komin mánudagur aftur...
Það átti víst að vera svaka stelpudagur á laugardaginn en hann varð aðeins í minni kantinum þar sem 1/4 hópsins tilkynnti fotföll (Ester) þannig við "systurnar" (ég, Lára og Una) skelltum okkur í Bláa Lónið í nokkra klt. eftir lónið fórum við að spísa á Laugaás, ætluðum upphaflega að fá okkur Gratín en það breyttist fljótlega í Nauta og humarveislu sem var bara gott. Ég og Una splittuðum rauðvíninu okkar á milli en Lára greyið var að keyra.
Við fórum svo heim til Láru að horfa á Eurovision og hvetja hann Eika til dáða sem virkaði svona glimmrandi líka. Eftir Euro horfðum við á Stick it sem var mun skemmtilegri en ég hafði búist við (þeir notast við fimleikastelpur sem kunna að leika en ekki öfugt), svo sofnuðum við Lára yfir sjónvarpinu meðan Una hafði sig til fyrir djammið. Ég fór heim en Una eitthvað meira á djammið. Ég, Binni og Pjakkur eyddum svo sunnudeginum meira og minna sofandi fram í sofa og inní rúmi.
Meira var nú ekki gert á helginni, nema kannski að ég náði að koma mér í spinning kl. 9 á laugardaginn!!! geri aðrir betur...
bæbæ
Það átti víst að vera svaka stelpudagur á laugardaginn en hann varð aðeins í minni kantinum þar sem 1/4 hópsins tilkynnti fotföll (Ester) þannig við "systurnar" (ég, Lára og Una) skelltum okkur í Bláa Lónið í nokkra klt. eftir lónið fórum við að spísa á Laugaás, ætluðum upphaflega að fá okkur Gratín en það breyttist fljótlega í Nauta og humarveislu sem var bara gott. Ég og Una splittuðum rauðvíninu okkar á milli en Lára greyið var að keyra.
Við fórum svo heim til Láru að horfa á Eurovision og hvetja hann Eika til dáða sem virkaði svona glimmrandi líka. Eftir Euro horfðum við á Stick it sem var mun skemmtilegri en ég hafði búist við (þeir notast við fimleikastelpur sem kunna að leika en ekki öfugt), svo sofnuðum við Lára yfir sjónvarpinu meðan Una hafði sig til fyrir djammið. Ég fór heim en Una eitthvað meira á djammið. Ég, Binni og Pjakkur eyddum svo sunnudeginum meira og minna sofandi fram í sofa og inní rúmi.
Meira var nú ekki gert á helginni, nema kannski að ég náði að koma mér í spinning kl. 9 á laugardaginn!!! geri aðrir betur...
bæbæ
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)