mánudagur, febrúar 05, 2007

Helgin

Þá er helgin liðin og komin mánudagur aftur...
Það átti víst að vera svaka stelpudagur á laugardaginn en hann varð aðeins í minni kantinum þar sem 1/4 hópsins tilkynnti fotföll (Ester) þannig við "systurnar" (ég, Lára og Una) skelltum okkur í Bláa Lónið í nokkra klt. eftir lónið fórum við að spísa á Laugaás, ætluðum upphaflega að fá okkur Gratín en það breyttist fljótlega í Nauta og humarveislu sem var bara gott. Ég og Una splittuðum rauðvíninu okkar á milli en Lára greyið var að keyra.
Við fórum svo heim til Láru að horfa á Eurovision og hvetja hann Eika til dáða sem virkaði svona glimmrandi líka. Eftir Euro horfðum við á Stick it sem var mun skemmtilegri en ég hafði búist við (þeir notast við fimleikastelpur sem kunna að leika en ekki öfugt), svo sofnuðum við Lára yfir sjónvarpinu meðan Una hafði sig til fyrir djammið. Ég fór heim en Una eitthvað meira á djammið. Ég, Binni og Pjakkur eyddum svo sunnudeginum meira og minna sofandi fram í sofa og inní rúmi.
Meira var nú ekki gert á helginni, nema kannski að ég náði að koma mér í spinning kl. 9 á laugardaginn!!! geri aðrir betur...


bæbæ

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk takk fyrir daginn elskan mín - mættum gera þetta oftar :P