miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Komin heim og byrja að vinna

Komin til tími til að skrifa eitthvað.
Við vorum fyrir norðan 16 - 19 febrúar, og höfðum það sko mjööög gott. Við nýttum lau og sunn í að skoða fornar æskuslóðir foreldra hans Binna og svo hvar móðurforeldrar systkina hans Binni bjuggu á sveitabæ. Jarðaförin var svo kl.13:30 á mánudaginn, við bjuggumst við því að fara heim á þri en við ákv svo bara að skella okkur suður og tók ferðin 4 klt.
Þegar við komum heim ætluðum við að verða voða duglega enda í fríi frá 20. feb til 1 mars., fara í ræktina og taka til á heimilinu og guð má vita hvað en það gerðist víst ekki ella vega ekki eins mikið og við vonuðumst.
Ég byrja svo að vinna aftur á morgun, Binni er enn þá að býða eftir að heyra frá Grétari bróðir sínum um hvort hann eigi að koma á morgun eða eftir helgi.
Svo 10.mars er árshátíðin hjá Símanum ef marka má hátíðina í fyrra þá verður heljarinnar fjör.

Annars bið ég bara að heilsa og þakkar fyrir samúðar óskir og stuðninginn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæbb,
Langaði bara að þakka þér fyrir hjálpina með Eydísi Völu í dag.

Gott að eiga góða að.

Kveðja,
Solla