mánudagur, febrúar 12, 2007

Bergþór Njáll Guðmundsson

Bergþór, pabbi hans Binna, lést á föstudagsmorguninn 9.febrúar á hjúkrunarheimilinu á Víðinesi. Þau voru fjögur af börnunum hans hjá honum, Binni, Inga, Gummi og Mæja. Við fengum að vita á þriðjudaginn í síðustu viku að hann ætti stutt eftir og var Binni hjá honum nokkrar nætur, ásamt fleiri systkynum. Við tókum helgina rólega en vorum samt ekki mikið heima, fórum til mömmu hans Binna út í Grindavík, til foreldra minna og Emmu systir hans Binna, svona til að dreyfa huganum aðeins.
Jarðaförin verður svo á Akureyri á mánudaginn en kistulagningin á föstudaginn þannig við verðum næstu helgi fyrir norðan hjá Helga bróðir hans Binna. Við förum norður á fimmtudaginn og komum aftur heim á þriðjudaginn. Þá tekur hið daglega líf aftur við.

Meira var það ekki.

Hvíl í friði Beggi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mínar samúðarkveðjur elskurnar mínar.