Það er þetta mál með myndina af stelpunni í Smáralindar blaðinu...ekki nóg með það hefur einhver kellingartrunta farið að æsa sig heldur allur femínistaskarinn farin að taka upp lætin sem voru hérna þegar klámmyndafólki ætlaði að koma hingað og hafa gaman.
Ég er búin að vera að fylgjast svolítið með þessu, eiginlega bara til að ergja sjálfa mig. En svona er málið, Doktor Guðbjörg Hildur Kolbeins, bloggar einhvern óhroða um þessa mynd...
Hér er pistill hennar Guðbjargar
Auglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.
Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum?
Á öðrum stað í auglýsingablaðinu eru myndir af þekktri söngkonu sem máluð er eins og Barbie-dúkka. Í texta segir: „Barbie loves MAC er ný litalína sem kemur aðeins í takmarkaðan tíma sérstaklega hönnuð fyrir allar lifandi dúkkur.“ Eru stúlkurnar, sem eru um það bil að fara að fermast, aðeins lifandi dúkkur?
Skilaboðin sem auglýsingablað Smáralindar sendir ungum stúlkum eru þessi: Verið undirgefnar kynlífsdúkkur. ”
þessa mynd sem flestir ef ekki allir venjulega hugsandi fólk sjá ekkert klámfengt við. Hún er skotin svo í kaf og tekur færsluna af síðunni sinni. Svo eru að poppa upp hér og þar femínista blogg þar sem kvenmen eru að fordæma kynlíf örðuvísi en trúboðsstellinguna. Hér er til dæmis ein síða þar sem formaður eða einhver talskona Femínistafélagsins þar sem hún er að koma með einhverja skilgreiningu á klámi!!! Þið getið skoðað þessa færslu hérna.Það besta fannst með samt þar sem ein rauðsokkan commentaði hjá kærasta einnar stelpunar hérna í vinnunni. innhald færslunar hans er kannski ekki aðalmáli, bara að lýsa sinni skoðun á banni klámmyndafólksins til landsins.
Það sem mig langar til að benda á er að sú sem skrifar, skrifar ekki undir nafni sem er bara heigulsháttur og svo er málfarið eitthvað svo skrítið að maður þarf að lesa þetta nokkru sinnum til að skilja þetta alveg, alla vega nokkrar setningar.
Rauðsokka skrifaði
Ef ég vissi hvað þessi kvenmaður héti mundi ég senda henni egg og klámmynd, hún hefði nú bara gott að því.
1 ummæli:
Hehehe... merkilegur andskoti þessar sokkur - lætur okkur "normal" liðið líta illa út :P
Skrifa ummæli