mánudagur, mars 12, 2007

Helgin búin

Þá er helgin liðin og eins og mig grunaði þá nennti ég ekki að skrifa neitt á sunnudaginn. Árshátíðin heppnaðist vel, maturinn meiriháttar og góð skemmtiatriði. Todmobile var að spila og voru þau mjög góð enda ekki við örðu að búast. Ég skreið heim um 3 leitið, Binni hafði farið fyrr heim endan var að hann að vinna til kl.2 daginn áður og fór að vinna kl.9 um morguninn fyrir árshátíðina...smá vinnualki hér á ferð.
Við vorum svo bara róleg í gær, smá þynnka í gangi en ekkert alvarlegt. Fengum okkur ís, subway og burger king að borða (ég fékk subway og binni burger king)

svo er bara að bíða eftir næstu árshátíð, sem verður líklega liverpool félagið. ég sé hins vegar til með hvort ég fari á það...

bið að heilsa í bili

Engin ummæli: