föstudagur, júní 20, 2008

Boot Camp og Jónsmessuganga

Ég er byrjuð í Boot Camp og það ekkert smá.
Byrjaði á 17.júní, sameiginleg útiæfing og þrekpróf fyrir þá sem eru nýjir. Held ég hafi staðið mig ágætlega. Hljóp hringinn á 15 mín og gaurinn sagði að þær konur sem hefðu hlupið hann á >12 mín væru í góðu standi fyrir elite prófið sem er á helginni (ég er ekki að fara í það) en það vantaði bara 3 mín upp á hjá mér og mér finnst það bara nokkuð gott. Svo var meira dót sem við vorum að gera, armbeygjur, magaæfingar froskahopp og fl. Ég er búin að ákv að mæla árangurinn í hversu mikið ég eyk hraðann, gert margar armbeygjur á tánnum (engin eins og staðan er núna) og þannig heldur en að vera eitthvað að festast í einhverjum tölum á vigtinni.
Svo í kvöld fer ég í Jónsmessugöngu með LSH (Landspítali Háskólasjúkrahús)og er mæting kl.17. Ætlum að labba upp Brynjudal í Hvalfirðinum ef ég man rétt. Þetta er víst ekkert brjáluð brött leið en frekar löng, förum mest 300 m yfir sjávamál.

Annað merkilegt eða kannski ekki...við ætlum að mála herbergið aftur, setja upp snaga á vegginn og hillur fyrir bækurnar. Þá verður skipulagið aðeins betra og ekki svona allt út um allt. Binni stendur í þeirri trú að ég hafi ekki vit á lit (híhí rímar) en ég held ég geri það. Mér finnst græni liturinn á veggnum fyrir ofan rúmið bara mjög flottur og passar vel við rúmgaflinn og náttborðin. Við finnum einhverja lausn á þessu, ég vil hafa ljósan og dökkan lit og ljósa litinn í svona hvítu með smá brúnu eða gráu í, og dökka litinn þá sama lit bara 2 tónum dekkri. Binni vill hafa dökka litinn það sem ég kalla ljósan lit og hvítt....ég fer alla vega í dag og næ í prufur...

Ekki meir í bili, þarf að fara að henda úr skápnum og ákv. hvaða bækur fara niður og hverjar fara á hillurnar. Þetta verður ekkert smá flott :o)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já sæl, þá hefuru farið í göngu með pabba og mömmu. Þau buðu mér með en ég var að fara í 50 afmæli snemma á laugardag. Langaði geðveikt.

Karlmenn og litir þeir verða frekar litblindnari en konur, hvað vita þeir. Dööh kærastinn minn er málarameistari þannig ég mun ekki nöldra við hann um liti og málingu.

Hilsen, María

P.s. er að bíða eftir honum, hann er á leiðinni heim úr veiðiferð. Shit ég er svo spennt að fá hann heim. Gaman af þessu.

April sagði...

hehe...þetta eru spennandi tímar ;o)