föstudagur, júní 27, 2008

Einu sinni er allt fyrst

Það hlaut að koma að því...ætlaði nú ekki að láta þetta gerast en þetta gerist samt...ég varð fyrir stunguóhappi í vinnunni. Það var tekin blóðprufa hjá mér og þeim sem ég hafði verið að gefa insúlín. Þetta sýnir manni samt hvað þetta er ótrúlega fljótt að gerast, var sem sagt með insúlínpenna og þegar ég var búin að gefa insúlínið ætlaði ég að setja lokið aftur til að gera skrúfað nálina af (penninn er fjölnota en skipt um nálar). Ég geri eins og reglur segja til um, legg tappann á borðið og "veiði" hann upp á nálina. Þegar ég ætla svo að skrúfa hann á, hafði nálin beyglast í tappanum og stungist í gegnum plastið og í vinstri þumalinn minn. Það kom svo sem ekki mikið blóð og ég náði að þrýsta einhverju blóði í vaskinn og skola. Það var samt skráð atvik í atvikaskránna og blóð sent í sýni bæði frá mér og sjúklingnum....alltaf spenna í vinnunni hjá mér
Annars er mest lítið að frétta af mér og mínum. Vinna og vinna og vinna....við fáum Sollu og Tryggva (par sem við kynntumst í gegnum Unu) í grill og bjór á morgun. Ég er að vinna til kl.13 og vonandi náum við að setja hillurnar og snagana, þá verður herbergið tilbúið (heppnaðist vel b.t.w.) eeeeen það er svo sem ekki hundrað í hættun ef það tekst ekki.
Næsta vika verður svona frekar stembin, held ég sé í fríi bara á miðvikudaginn, kannski ég dundi mér eitthvað með henni múttu minni.

En það er sól og sumar og maður getur ekki annað en notið þess....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh... akkuru þarftu að vera vinna um helgina??? EN við bætum það allavega upp eftir viku !!!

April sagði...

oooohhhhh já
það er svo þvílíkur undirbúningur í gangi :o)

Nafnlaus sagði...

vá spennó í vinnunni

April sagði...

óóójá allt að gerast