Fyrsta vikan í skólanum er byrjuð og kennararnir eru ekkert að eyða tímanum í eitthvað bull....PDF og Power Point glærur á fullu blasti og greyið við nemendur vitum varla hvaðan á okkur stendur veðrið...ég er farin að læra lífeðlifsfræði
bless
laugardagur, ágúst 23, 2008
Litla þjóðin sem gat...frh
Varð að bæta þessu inní...var að lesa að New York Times hefðu fjallað um íslenska handbolta liðið og hvorki meira né minni en á forsíðu. Ég fór á www.nytimes.com og fletti þar upp greininni sem var skrifuð um liðið. Ég ætla ekki að hafa alla greinina en þið getið lesið hana hérna
Maður fær bara tár í augun....
en já, ég hljóp 10 km í dag í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði 12 þús kr. fyrir Blátt Áfram. Ég var klt og 10 min að hlaupa (samkv. úrinu mínu) og bætti mig um 5 mín úr Elliðaárdalnum, það eru reyndar minna af brekkum á þessari leið en Elliðaárdalnum og munurinn gæti legið í því. Ég hafði eitthvað pælt í því að hlaupa hálft maraþon næsta ár (hálft maraþon hljómar miklu betur en 21 km), við sjáum bara til, fékk svolítið mikið af blöðrum á ilina á hægri fót.
Svo er bara spurningin, djamma fram að leik eða bara stutt í kvöld og vakna snemma....hhmmmm
Maður fær bara tár í augun....
en já, ég hljóp 10 km í dag í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði 12 þús kr. fyrir Blátt Áfram. Ég var klt og 10 min að hlaupa (samkv. úrinu mínu) og bætti mig um 5 mín úr Elliðaárdalnum, það eru reyndar minna af brekkum á þessari leið en Elliðaárdalnum og munurinn gæti legið í því. Ég hafði eitthvað pælt í því að hlaupa hálft maraþon næsta ár (hálft maraþon hljómar miklu betur en 21 km), við sjáum bara til, fékk svolítið mikið af blöðrum á ilina á hægri fót.
Svo er bara spurningin, djamma fram að leik eða bara stutt í kvöld og vakna snemma....hhmmmm
föstudagur, ágúst 22, 2008
Litla þjóðin sem gat
Viti menn....við erum komin með silfrið og eigum möguleika á gullinu í handbolta karla á Ólympíleikunum. Horfði með Ástu og Gunna á leikinn á Players og þvílík stemning, ekki laust við það að maður mæti bara kl. 7 á sunnudagsmorgun til að horfa á úrslitaleikinn. En við íslenska þjóðin skulum gera eins og strákarnir og halda okkur á jörðinni, við erum ekki komin með gullið heldur örugg með silfri (sem er nú bara helvíti gott...ekki eins og við séum að vinna verðlaun á hverjum leikum)
En áfram með smjerið...ég er að fara að hlaupa 10 km á morgun, smá stemning að fara og ná í númerið og flöguna sem er sett á skóinn og svona. Var að lesa í bæklingnum um 10 km hlaupið, þeir segja að þeir sem skokki rólega taka þetta á rúmlega klt en þeir sem fara hraðar eru að taka þetta undir klt...hhhhmmm....ég er að taka þetta á klt og korteri (hérna í Elliðaárdalnum) þannig ég fór að velta því fyrir mér, er ég að fara að verða síðust?! Ef það eru ekki eins margar brekkur á þessari leið, og í Elliðaádalnum, þá er ég að ná þessu á undir klt og korteri. Ég geri bara mitt besta og við sjáum svo til ;o) svo er stefnan bara tekin á 21km næsta ár.
hugsið til mín á morgun kl.9:30 :o)
En áfram með smjerið...ég er að fara að hlaupa 10 km á morgun, smá stemning að fara og ná í númerið og flöguna sem er sett á skóinn og svona. Var að lesa í bæklingnum um 10 km hlaupið, þeir segja að þeir sem skokki rólega taka þetta á rúmlega klt en þeir sem fara hraðar eru að taka þetta undir klt...hhhhmmm....ég er að taka þetta á klt og korteri (hérna í Elliðaárdalnum) þannig ég fór að velta því fyrir mér, er ég að fara að verða síðust?! Ef það eru ekki eins margar brekkur á þessari leið, og í Elliðaádalnum, þá er ég að ná þessu á undir klt og korteri. Ég geri bara mitt besta og við sjáum svo til ;o) svo er stefnan bara tekin á 21km næsta ár.
hugsið til mín á morgun kl.9:30 :o)
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Skólinn að hefjast
Skólinn hefst aftur á mánudaginn í næstu viku, ekki laust við það að ég er farin að hlakka til. Ég ætla líka að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu næsta laugardag. Prufaði að hlaupa Elliðaárdaglshringinn sem er ca. 10 km og viti menn, mín var bara klt og korter að því, ekki slæmt. Ég tek því samt rólega þessa vikuna njóta þess að vera komin í frí og kannski gera einhverja úber tiltekt á heimilinu og bílnum, hafa allt til fyrir skólann.
Annars er bara mest lítið að frétta, skelltum okkur vestur á Danska daga bara rétt yfir laugardagsnóttina og heim aftur á sunnudeginum, ræðum ekkert í hvernig ástandi fólkið var á heimleiðinni. Ég fór svo í mat og bíó með Ástu á sunnudagskvöldið. Fórum á TGI Friday's og svo X-files, I want to belive. Get ekki beint mælt með henni, eða nei ég bara hreinlega get ekki mælt með henni. Held að handritshöfundarnir hefðu átt að horfa á fyrstu seríurnar og sjá hvað það er sem fólk vill sjá og síðan síðustu seríurnar til að sjá hvað það er sem fólk vill ekki sjá, þá hefði kannski verið eitthvað gaman af þessu. Eitt sem ég las í umsögn í annað hvort Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu sem sagði að fyrri helmingur myndarinnar virðist vera undanfari einhvers rosalegs plotts en svo rennur á mann tvær grímur þegar maður kemst að því að þessi undanfari er í rauninni sögurþráðurinn. Ekki fara á þessa mynd, ekki leigja hana á video þegar hún kemur og ekki eyða tíma í að taka hana niður á netinu...horfið frekar á fyrstu 2-3 seríurnar og rifjið gamlar minningar frá 1992 ;o)
Þeir sem vilja heita á mig og styrkja Blátt Áfram þá er hægt að gera það hér
Annars er bara mest lítið að frétta, skelltum okkur vestur á Danska daga bara rétt yfir laugardagsnóttina og heim aftur á sunnudeginum, ræðum ekkert í hvernig ástandi fólkið var á heimleiðinni. Ég fór svo í mat og bíó með Ástu á sunnudagskvöldið. Fórum á TGI Friday's og svo X-files, I want to belive. Get ekki beint mælt með henni, eða nei ég bara hreinlega get ekki mælt með henni. Held að handritshöfundarnir hefðu átt að horfa á fyrstu seríurnar og sjá hvað það er sem fólk vill sjá og síðan síðustu seríurnar til að sjá hvað það er sem fólk vill ekki sjá, þá hefði kannski verið eitthvað gaman af þessu. Eitt sem ég las í umsögn í annað hvort Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu sem sagði að fyrri helmingur myndarinnar virðist vera undanfari einhvers rosalegs plotts en svo rennur á mann tvær grímur þegar maður kemst að því að þessi undanfari er í rauninni sögurþráðurinn. Ekki fara á þessa mynd, ekki leigja hana á video þegar hún kemur og ekki eyða tíma í að taka hana niður á netinu...horfið frekar á fyrstu 2-3 seríurnar og rifjið gamlar minningar frá 1992 ;o)
Þeir sem vilja heita á mig og styrkja Blátt Áfram þá er hægt að gera það hér
laugardagur, ágúst 09, 2008
Reykjavíkur maraþon - 10 km
Þá er komið að því...ég tók ákvörðun í gær að ég ætla að hlaupa í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn 23.ágúst. Ég hleyp fyrir Blátt áfram og er hægt að heita á mig hérna.
Vona að sem flestir heiti á mig :o)
Ég hef svo sem aldrei hlupið 10 km í einu en ég held að ég verði svona 1,5 klt að þessu, kannski aðeins meira en bara halda góðum hraða allan tíma, ekki sprengja sig á fyrstu 2 km
ekki meir í bili...
Vona að sem flestir heiti á mig :o)
Ég hef svo sem aldrei hlupið 10 km í einu en ég held að ég verði svona 1,5 klt að þessu, kannski aðeins meira en bara halda góðum hraða allan tíma, ekki sprengja sig á fyrstu 2 km
ekki meir í bili...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)