föstudagur, ágúst 22, 2008

Litla þjóðin sem gat

Viti menn....við erum komin með silfrið og eigum möguleika á gullinu í handbolta karla á Ólympíleikunum. Horfði með Ástu og Gunna á leikinn á Players og þvílík stemning, ekki laust við það að maður mæti bara kl. 7 á sunnudagsmorgun til að horfa á úrslitaleikinn. En við íslenska þjóðin skulum gera eins og strákarnir og halda okkur á jörðinni, við erum ekki komin með gullið heldur örugg með silfri (sem er nú bara helvíti gott...ekki eins og við séum að vinna verðlaun á hverjum leikum)
En áfram með smjerið...ég er að fara að hlaupa 10 km á morgun, smá stemning að fara og ná í númerið og flöguna sem er sett á skóinn og svona. Var að lesa í bæklingnum um 10 km hlaupið, þeir segja að þeir sem skokki rólega taka þetta á rúmlega klt en þeir sem fara hraðar eru að taka þetta undir klt...hhhhmmm....ég er að taka þetta á klt og korteri (hérna í Elliðaárdalnum) þannig ég fór að velta því fyrir mér, er ég að fara að verða síðust?! Ef það eru ekki eins margar brekkur á þessari leið, og í Elliðaádalnum, þá er ég að ná þessu á undir klt og korteri. Ég geri bara mitt besta og við sjáum svo til ;o) svo er stefnan bara tekin á 21km næsta ár.

hugsið til mín á morgun kl.9:30 :o)

Engin ummæli: