þriðjudagur, ágúst 19, 2008

Skólinn að hefjast

Skólinn hefst aftur á mánudaginn í næstu viku, ekki laust við það að ég er farin að hlakka til. Ég ætla líka að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu næsta laugardag. Prufaði að hlaupa Elliðaárdaglshringinn sem er ca. 10 km og viti menn, mín var bara klt og korter að því, ekki slæmt. Ég tek því samt rólega þessa vikuna njóta þess að vera komin í frí og kannski gera einhverja úber tiltekt á heimilinu og bílnum, hafa allt til fyrir skólann.
Annars er bara mest lítið að frétta, skelltum okkur vestur á Danska daga bara rétt yfir laugardagsnóttina og heim aftur á sunnudeginum, ræðum ekkert í hvernig ástandi fólkið var á heimleiðinni. Ég fór svo í mat og bíó með Ástu á sunnudagskvöldið. Fórum á TGI Friday's og svo X-files, I want to belive. Get ekki beint mælt með henni, eða nei ég bara hreinlega get ekki mælt með henni. Held að handritshöfundarnir hefðu átt að horfa á fyrstu seríurnar og sjá hvað það er sem fólk vill sjá og síðan síðustu seríurnar til að sjá hvað það er sem fólk vill ekki sjá, þá hefði kannski verið eitthvað gaman af þessu. Eitt sem ég las í umsögn í annað hvort Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu sem sagði að fyrri helmingur myndarinnar virðist vera undanfari einhvers rosalegs plotts en svo rennur á mann tvær grímur þegar maður kemst að því að þessi undanfari er í rauninni sögurþráðurinn. Ekki fara á þessa mynd, ekki leigja hana á video þegar hún kemur og ekki eyða tíma í að taka hana niður á netinu...horfið frekar á fyrstu 2-3 seríurnar og rifjið gamlar minningar frá 1992 ;o)

Þeir sem vilja heita á mig og styrkja Blátt Áfram þá er hægt að gera það hér

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dugnaður að hlaupa 10 km! Ég ætla held ég bara að hlaupa með þér ... Í ANDA amk! hehe

Ætlið þið skötuhjú eitthvað að kíkja út á Menningarnótt?

Hilsen,
Sollz

April sagði...

Ég býst ekki við því að hann Binni fari því hann er að fara í veiði snemma á sunnudaginn, en ég er til í allt...sérstaklega eftir leikinn í dag. Spr hvort maður komi beint af djamminu í leikinn?!