laugardagur, október 11, 2008

30 ára

Þetta hafðist fyrir rest...hann Binni er orðin þrítugur og verður svaka partý í kvöld.
Við gerðum svo sem ekkert í gær, ég gaf honum hring (ekki trúlofunarhring, eins og margir halda strax) heldur bara svona venjulegan álhring því hann setur oft upp hringana sína þegar við erum að fara á djammið eða eitthvert fínt og mér fannst þessir sem hann er alltaf með orðnir frekar lúnnir þannig ég gaf honum bara nýjan :o)
En já, það verður rosapartý í kvöld, um 30 manns og leigðum við sal og ég veit ekki hvað og hvað.
Annars er það úr okkar herbúðum að frétta að ég er bara í skólnum, er reyndar ekki að vinna eins mikið og ég ætlaði sem er svo sem bara fínt, þá hefur maður meiri tíma til að læra...sem ég þarf víst að fara að gera meira af...
en jæja...senn líður af partýinu og ég þarf líklega að fara að hafa mig til ;O)

2 ummæli:

david santos sagði...

I loved this work and this blog.
Have a nice weekend.

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir mig í gær. Geggjað gaman :)