föstudagur, janúar 02, 2009

Árið 2009

Gamlárskvöldið var nú frekar rólegt hjá mér þetta árið. Var hjá mömu og pabba í mat og Júlli bróðir og familia voru líka. Eftir áramótin fór þau til systur hennar Sollu en ég var eftir hjá m&p til að vera 2. Þá dreif ég mig bara heim, ætlaði að fara snemma að sofa en það gerðist ekki fyrr en um 4 leiti...var að dunda mér við að horfa aftur á skaupið og svona. Verð að koma því að, að skaupið var meiriháttar, djöfull létu þau þetta fólk heyra það hvað þau eru búin að vera fáránleg í svörum til almennings...bara snilld. Ef það er eitthvað skaup sem á að setja á DVD þá er það þetta!!!
En nóg um það í bili...m&p bauðum mér í afganga á nýársdag og horfðum við svo fyrst til að byrja með á Harry Potter en ákv svo að horfa frekar á ALIEN :o) hef ekki séð hana lengi...fannst hún allt svo ógeðsleg og þorði ekki að horfa á hana en hef greinilega elst eitthvað síðast liðnu 15 árin og var hún bara nokkuð flott, svona miða við aldur og fyrri störf
Ég var að skoða nýárspóstinn minn frá því í fyrra og get með fullri vissu sagt að það þýðir ekki að setja áramótaheitin sín á netið...þau féllu öll!!!! Þannig ég held þeim bara útaf fyrir mig í ár ;o)
Binni er enn úti og kemur ekki heim fyrr en 14. jan, er farin að finna smáááá fyrir söknuði sérstaklega eftir að ég braut mig og núna yfir áramótin, það vantaði hann alveg. Litla frænka mín hún Eydís Vala (sem verður 4 ára á sunnudaginn) spurði hvar Binni væri. Hún er rosalega hrifin af honum, ef ég hefði farið líka, þá hefði hún örugglega bara spurt út í hann en ekki mig!!

Svo kemur veruleikinn krassandi inn á mánudaginn, skóli strax kl.8 um morguninn til kl.13 og Boot Camp kl.17 og regla sett á matarræðið...held samt að ég sé ekki að fara í tíma BC, bara í tækin og láta sjá mig.
Ég man ekki hvort ég var búin að segja frá því en ég féll í lífeðlisfræðinni (á eftir að fá úr ónæmis og meinafr.) þannig ég verð að lesa lífeðlisfr. til 14-15. jan og taka prófið aftur :o( bömmer...

Óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir stundirnar á árinu sem er að líða....megi 2009 vera mikið betra og bjartara en 2008!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaaa... helduru ég hafi ekki þurft að fara og tékka á áramótaheitunum sem þú settir á netið í fyrra :) En hey... rústar þessu bara núna í ár og ef ekki þá bara 2010?? Það er líka svo flott tala :)

April sagði...

hehe...játs maður

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár sömuleiðis!