mánudagur, október 31, 2005

Ammæli búið...

Jæja við komumst klakklaust í gegnum helgina ef við teökum seinni part sunnudags frá þegar náttdýrin dkriðu frammúr...íbúðin var í rúst þó ég hafði tekið til allar dósir og tæmt öskupakkana, þannig núna hefst 3 daga ferlið fyrir tiltekt í íbúðinni. Ég er búin að taka leirtauið sem á að fara í upp vask og henda því sem henda á, á morgun er svo áætlað að skúra gólfið með Ajax hvoki meira né minna ;o) með þessu verða farnar nokkrar ferðir í þvottahúsið og ruslakompuna....
en annars erum við bara góð...Binni fékk nokkrar góðar gjafir, svona body sett frá Júlla og Sólveigu (sturtusápa, ilmvatn, og fl.), nokkrar vínflöskur (sumar drukknar strax) ostar og lkex, blóm og ilmkert (kertið var svona meira fyrir mig held ég ;o) ) og svo síma frá starfsfólkinu á Lauga-ás sem ég á að sjáum að útvega....vorum ekki með símann þannig þau ákv að pakka gjafabréfi inn fyrir hann, ekkert merkilegt, bara eitthvað gjafabréf sem við gerðum handa honum....Gylfi var yfir pakkarinn og sá til þess að Binni var 25 mín að taka utan af honum og endaði með bitlausan hníf. Voða gaman og mikið hlegið að mér þar sem ég er búin að vera nudda honum upp úr því að ég viti hvð hann fái ;O)
svoa var drukkið meira og farið á Gaukinn þar sem sumir tóku nokkur "góð" spor á gólfinu með ýmsum dansfélögum....
gærdagurinn fór svo í ekki neitt nema bíó með pabba kl.22:40

föstudagur, október 28, 2005

Snjór og tæpir 2 mánuðir í jól

Það er ekkert voðalega slæmt...nema það lá við að ég snéri við í Kringlunni um daginn og gengi út...það er komið jólaskraut um alla kringlu. Ég veit þetta er árstíminn sem jólsaskrautið fer að dangla en fyrr má nú fyrr vera....leyfum nóvember að skríða inn áður en skrautinu er hent upp og allir fá leið á því fyrir 1.des. Ég held að það verði sett lög á þetta eins og með að spila jólalögin í útvarpinu, ekki fyrr en 1.des. Svo er hinsvegar ef jólaskrautið væri ekki komið upp fyrr en 1.des má alveg búast við því að fólk taki kast hérna þessar 3 vikur fyrir jóla og jólastressið rjúki upp úr öllu valdi. Mömmur og pabbar höndla ekki stressið og springa svo yfir jólasteikinni, börnunum til mikillar jólagleði og verða svo skilin fyrir þrettándan. Þá er kannski hægt að segja að það að setja jólaskrautið svona snemma upp sé til að minnka jólastressið og minna fólk fyrr á jólin. Þá má auðvita fara milliveginn, t.d. jólaskraut 15.nóv (þó það sé afmælisdagurinn minn) og jólalögin 1.des.
En hvað veit ég annars....?!

miðvikudagur, október 26, 2005

Beckus, litla systir Bakkusar

Nú á sko að fara að taka á því ræktinni því að fara 2svar á frídögum er greinilega ekki nógu gott.....ætla að fara í smá keppni við hana Láru Hrönn og ég skal vinna.....er hins vegar að tapa í keppninni við sjálfa mig sem er frekar leim ef þið spurjið mig......en við örkum ótrauðar áfram ;o)

ps. hvað er fólk að skipta um blogg hægri/vinstri

laugardagur, október 22, 2005

Time flies when u're having fun....doesn't when u don't

Ég er búin að vera drepast úr leiðindum...reyndi að leysa einhverja japanska talnagátu sem endaði illa á síðustu níunni og þá hætti ég...ætla bíða með þetta þar til á morgun.
Lítið að gerast í kvöld hjá okkur hjónunum, vídeó og ís og kannski smá captein handa kettinum ef hann hagar sér vel.
Við erum að plana að fara vestur á jólunum og vera í nokkra daga, 21-27....jólin koma, en afmælið mitt á undan (15 nóv ef einhver var búinn að gleyma því, sem á ekki að gerast ;o) )
vá hvað mikið rosalega hef ég ekkert að segja!!!! hef ég virkilega ekkert verið að gera á undanförum dögum!!!!! kannski er ég bara svona dogin því ég er búin að vera hérna síðan 11 og verð hérna til 23....þetta getur verið heilaskemmandi
reyna að skrifa eitthvað meira spennó á næstu dögum....skiluru

mánudagur, október 17, 2005

Helgin....

já þið lásuð rétt...kötturinn minn (og Binna) er byttifylla....hann drekkur captein í appelsínu safa og það léttilega. Binni lá sem sagt í baði og drakk sinn drykk og eins og oft áður kemur kisa til að fá að drekka úr baðinu (drekkur vatn ekki öðru vísi, nema ef hann er mjög þyrstur þá er það úr vasknum) nema hann stoppar á bastkörfunni þar sem glasið er og fær sér vænan sopa. Ég og Binni horfðum í dágóða stund til að sjá hvað hann drekkur mikið, nema hann var ekkert að fara að hætta að drekka!!!! Endaði með því að Binni tók glasið af honum, með miklum mótmælum frá ljóninu á heimilinu......byttifylla
annars vorum við hjónin bara þæg og góð, þannig við vöktum Grýlu ekki upp.....svo er bara spurning um að fara að taka saman jólafríið, panta farið og s.fr.v...get ekki beðið að vera heima á jólunum með Binna :o) svo er það nottla ammælið mitt 15. nóv ef einvher skildi vera búinn að gleyma sem á ekki að gerast ;o)
ætla að fara að gera eitthvað að vita hérna í vinnunni, mjög næs að vera svona á kvöldin því það er svo rólegt......

laugardagur, október 15, 2005

Djammið á helginni

...komums að því að kötturinn drekkur Captein í appelsínusafa....spurning um að taka hann með á barinn

þriðjudagur, október 11, 2005

eitt og annað

er svona að spá í að virkja þessa síðu aftur þar sem blog.cnetral.is er ekki að gera sig eins og ég vil....er eitthvað frekar sló....ætlaði að stofna nýja á folk.is en hey til hvers að vera að fjölga um of ;)
bið að heilsa í bili