Jæja þetta var svo gott að vera hjá mömmu og pabba á jólunum með binna....við höfðum það ekkert smá gott og stjanað alveg við okkur allan sólahringinn...og hvað fékk maður svo í jólagjöf.....svona fljótt upp talið fékk ég Issy Myaki (held það sé skrifað svona) frá Júlla og familiu, frá þeim fengum við líka bolla sem var búið að mála á Apríl Eik og á hinn Binni, þannig við eigum merkta bolla frá Sonju Mist og Eydísi Völu. Frá Róberti bróði fékk ég (og Binni) La Coste (held líka það sé skrifað svona) og myndina Voksne Menneske, takk fyrir það, frá Ingu systir hans Binna og fjölsk fengum við Tivoli Audio Model one (mæli með því að þið flettið því upp á netinu...gegt flott útvarp) fengum kisu glös frá Emmu og mjög flottan leir kertastjaka. Ester gaf mér Kronks new groove, glos og sápu frá body shop. Svo fengum við Binni sitthvora lopapeysuna frá mömmu og pabba sem við erum ótrúlega sæt saman í...fékk líka frá m&p bókina Myndin af pabba – saga Thelmu, þetta er virkilega hryllileg bók sem maður verður að lesa, þetta er ekki spurning um þola óhugnað eða ekki, maður verður bara að gera það þó væri ekki nema af því hún fór í gegnum það að skrifa hana....nóg um það í bili. Ég var svo búin að lofa Binna að ég mundi opna gjöfina hans síðast sem ég gerði...næstum því.....hann gaf mér Canon IXUSi!!!! Sem er bara rugl flott myndavél!!!! Til að gera þetta allt saman mikið skemmtilegra og mig meira kjaftstopp (já ég veit, en ég kom ekki upp orði!!!) Þá gáfu m&p mér 3 daga ljósmyndunarnámskeið fyrir stafrænarmyndavélar!!!!! Og þeir tvei (pabbi og Binni) voru ekkert búnnir að plana eitt né neitt.....þannig ég er að fara á ljósmyndunarnámskeið, láta gamlan draum rætast ;o)
Eftir allt pakkaflóðið var tekið í smá spil og það er svona nokkurn vegin það sem var gert heima...það var étið – sofið – spilað einmitt eins og jólin eiga að vera :oD
Svo var áætlað að fara heima 27.12 en það var ófært nema fyrir 1 vél þannig við áttum forgang 28.12 en þá var öllu flugi aflýst sem var frekar svart fyrir okkur þar sem ég er að fara að vinna á morgun og Binni á fös og við eigum eftir að kaupa áramóta matinn og dótið og ég veit ekki hvað og hvað....
M&p, þetta yndislega fólk, lánuðu okkur subaruinn til að keyra suður....sem vær ágætis hugmynd til að byrja með en þegar við vorum að koma frá Súðavík (næsti bær við Ísafjörð) var okkur ekki farið að lítast á blikuna þar sem var MJÖG erfitt að sjá milli stikanna að sé ekki minnst á vindinn sem lét aðeins heyra í sér....en til að hafa hugsanlega langa sögu stutta þá komumst við á leiðarenda heil á húfi og núna með 2 bíla til umráða þar til mamma kemur í feb ;o)
Ætla að fara að leika mér aðeins við að setja nýja canon forritið í tölvuna....
Ef ég skrifa ekkert fyrir áramót (sem ég skil ekki alveg af hverju ég er að standa í þessu því það virðist bara vera ein manneskja sem les þetta, hún Una!!)
Þá bara Gleðilegt ár...
þriðjudagur, desember 20, 2005
Eiginnafnið Apríl
hérna er komin úrskurður mannanafnanefndar (hata þetta orð) fyrir eiginnafnið Apríl sem var kveðinn upp 25.nóv, sem sagt þetta er ekki mín umsókn sem er verið að hafna en verður líklega eitthvað á þessa leið
mál nr. 110/2005
Eiginnafn: Apríl (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
Eiginnafnið Apríl tekur ekki íslenska eignarfallsendingu (Apríl) og hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Það telst því ekki uppfylla ákvæði áðurgreindrar lagagreinar. Enn fremur hefur samnafnið apríl, sem er erlent tökuorð, unnið sér hefð sem karlkynsorð en ekki kvenkynsorð í íslensku máli.
Þess skal að lokum getið að mannanafnanefnd hefur a.m.k. fimm sinnum hafnað eigin-nafninu Apríl á liðnum árum með úrskurðum nr. 33/1992, 53/1998, 45/2000, 46/2000 og 68/2000 og hefur ekkert nýtt komið fram sem réttlætir samþykki nafnsins.
er það bara ég eða er svolítill pirringur í röddinni, eins og þau séu að segja "hættiði að sækja um þetta nafn, við erum ekkert að fara að samþykkja það!!!"
Fann líka smá grein á mbl.is um þennan sama úrskurð
Nicolas heimilað en Apríl hafnað
Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að nöfnin Bergrán, Nicolas og Aðaldís skyldu færð í mannanafnaskrá, en hafnaði nöfnunum Apríl, Engifer og Liam. Yfir 100 beiðnir hafa borist til nefndarinnar á árinu.
Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nafnið Nicolas þyki hafa áunnið sér hefð í samræmi við lög um mannanöfn, auk þess sem það taki íslenska eignarfallsendingu, og var það því samþykkt. Nöfnin Aðaldís og Bergrán þóttu einnig uppfylla öll skilyrði, og voru samþykkt. Auk þess var nafnið Gabriel samþykkt sem ritmynd nafnsins Gabríel.
Nafninu Apríl var hafnað á þeim grundvelli að það tæki ekki íslenska eignarfallsendingu, og hefði ekki unnið sér hefð í íslensku máli, og nafnið Liam þótti ekki ritað í samræmi við íslenskar ritreglur.
Engifer eða Engilfer?Sótt var um nafnið Engifer á þeim grundvelli að það væri svipað og nafnið Kristófer, nema hvað í stað Krists kæmi orðið engill. Telur mannanafnanefnd í úrskurði sínum að hér gæti annað hvort misskilnings af hálfu úrskurðarbeiðanda, eða umsóknin sé ekki sett fram í alvöru, enda ætti nafnið að vera Engilfer til að þessi rök ættu við. Orðið engifer sé hins vegar nafn á grænmetis- og kryddtegund og gæti orðið nafnbera til ama. Því var beiðni um að það yrði samþykkt sem mannsnafn hafnað.
takk kærlega fyrir mig....
mál nr. 110/2005
Eiginnafn: Apríl (kvk.)
Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:
Öll skilyrði 1. mgr. 5. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn þurfa að vera uppfyllt svo að mögulegt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá. Skilyrðin eru þessi: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
Eiginnafnið Apríl tekur ekki íslenska eignarfallsendingu (Apríl) og hefur ekki unnið sér hefð í íslensku máli. Það telst því ekki uppfylla ákvæði áðurgreindrar lagagreinar. Enn fremur hefur samnafnið apríl, sem er erlent tökuorð, unnið sér hefð sem karlkynsorð en ekki kvenkynsorð í íslensku máli.
Þess skal að lokum getið að mannanafnanefnd hefur a.m.k. fimm sinnum hafnað eigin-nafninu Apríl á liðnum árum með úrskurðum nr. 33/1992, 53/1998, 45/2000, 46/2000 og 68/2000 og hefur ekkert nýtt komið fram sem réttlætir samþykki nafnsins.
er það bara ég eða er svolítill pirringur í röddinni, eins og þau séu að segja "hættiði að sækja um þetta nafn, við erum ekkert að fara að samþykkja það!!!"
Fann líka smá grein á mbl.is um þennan sama úrskurð
Nicolas heimilað en Apríl hafnað
Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að nöfnin Bergrán, Nicolas og Aðaldís skyldu færð í mannanafnaskrá, en hafnaði nöfnunum Apríl, Engifer og Liam. Yfir 100 beiðnir hafa borist til nefndarinnar á árinu.
Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nafnið Nicolas þyki hafa áunnið sér hefð í samræmi við lög um mannanöfn, auk þess sem það taki íslenska eignarfallsendingu, og var það því samþykkt. Nöfnin Aðaldís og Bergrán þóttu einnig uppfylla öll skilyrði, og voru samþykkt. Auk þess var nafnið Gabriel samþykkt sem ritmynd nafnsins Gabríel.
Nafninu Apríl var hafnað á þeim grundvelli að það tæki ekki íslenska eignarfallsendingu, og hefði ekki unnið sér hefð í íslensku máli, og nafnið Liam þótti ekki ritað í samræmi við íslenskar ritreglur.
Engifer eða Engilfer?Sótt var um nafnið Engifer á þeim grundvelli að það væri svipað og nafnið Kristófer, nema hvað í stað Krists kæmi orðið engill. Telur mannanafnanefnd í úrskurði sínum að hér gæti annað hvort misskilnings af hálfu úrskurðarbeiðanda, eða umsóknin sé ekki sett fram í alvöru, enda ætti nafnið að vera Engilfer til að þessi rök ættu við. Orðið engifer sé hins vegar nafn á grænmetis- og kryddtegund og gæti orðið nafnbera til ama. Því var beiðni um að það yrði samþykkt sem mannsnafn hafnað.
takk kærlega fyrir mig....
laugardagur, desember 17, 2005
Mannanafnanefnd here i come
jæja þá er ég búin að fylla út eyðublað fyrir samþykki á nafni. Tók smá tíma en heppnaðist, bíst ekki við því að þeir samþykkji neitt af því sem ég sótti um en þetta er byrjunin ;o)
vildi bara koma þessu á framfæri
bið ykkur vel að lifa
vildi bara koma þessu á framfæri
bið ykkur vel að lifa
fimmtudagur, desember 15, 2005
Jólakápan í ár
jæja ég er búin að sjá til þess að ég fari ekki í jólaköttinn í ár...keypti mér geðveikt flott 1950 svarta kasmír ulla kápu í Next í gær. Varð hreinlega sjúk þegar ég sá hana, ester sagði einmitt að hún hafði verið sniðin á mig :o) þannig ég skellti mér bara á hana endan hef ég efni á því ;o)
við erum búin að kaupa jólagjafirnar en eigum eftir að pakka inn (og pakka niður) geri annað hvort í kvöld....og tek smá til og set í vél en annars ekkert jólastress enda verðum við heima á ísó þannig við þurfum ekki að kaupa jólatré, þurfum ekki að baka (gerðum heiðarlega tilraun til þess um daginn en það var hálfglatað) þannig það sem við þurfum að gera er að koma gjöfunum á rétta staði.
Fór á King Kong í gær með Ester og hún er bara nokkuð góð, var reyndar með hvað mestan ógeðshroll sem ég hef fengið þegar öll stóru skordýrin komu og fóru vesenast. Er að fara að losna úr vinnunni núna og ætla heima að pakka inn gjöfinni hans Binna þar sem við vorum svo sniðug að fela gjafirnar í sama skápnum, hann hægra meginn og ég vinstra megin (og búin að lofa að kíkja ekki ;s) )
við erum búin að kaupa jólagjafirnar en eigum eftir að pakka inn (og pakka niður) geri annað hvort í kvöld....og tek smá til og set í vél en annars ekkert jólastress enda verðum við heima á ísó þannig við þurfum ekki að kaupa jólatré, þurfum ekki að baka (gerðum heiðarlega tilraun til þess um daginn en það var hálfglatað) þannig það sem við þurfum að gera er að koma gjöfunum á rétta staði.
Fór á King Kong í gær með Ester og hún er bara nokkuð góð, var reyndar með hvað mestan ógeðshroll sem ég hef fengið þegar öll stóru skordýrin komu og fóru vesenast. Er að fara að losna úr vinnunni núna og ætla heima að pakka inn gjöfinni hans Binna þar sem við vorum svo sniðug að fela gjafirnar í sama skápnum, hann hægra meginn og ég vinstra megin (og búin að lofa að kíkja ekki ;s) )
mánudagur, desember 12, 2005
Jólhlaðborð og jólafrí
Þetta er allt að koma, jólahlaðborðið var á helginni og skemmtu sér allir konunglega þó mismikið alkóhól í blóðinu ;o) fórum að borða í Skálanum í Hveradölum (held að það heiti það) og borðuðum mikið!!! Þá meina ég mikið...svoo var eiginlega bara drukkið og dansað og farið heim með rútunni kl.1. Fólkið hélt áfram niður á classic rock bar en ég fór að hitta kallinn minn hann Binna á players og félaga. Það var voða gaman nema ég var orðin frekar þreytt í fótunum eftir allt danseríið með símanum ;o) gærdeginum var svo eydd upp í sófa að horfa á video og borða burger king. Maginn í mér er í fýlu útí mig eftir helgina þannig ég ætla að borða grænmeti og fisk næstu daga....
en hérna eru myndir sem hann Gutti setti á netið....vona að ég hafi gert þetta rétt ;)
en hérna eru myndir sem hann Gutti setti á netið....vona að ég hafi gert þetta rétt ;)
föstudagur, desember 09, 2005
Vá svona mikið....
Það er nú meira hvað það eru margir sem fara á síðuna mína :oS en ég ætla að hafa þetta hérna fyrir neða til öryggis....það er nú bara 2 daga liðnir frá þetta kom inn á...kannski eru fleiri en Una sem skoða síðuna mín!!! Svolítið sorglet að það sé bara ein manneskja sem komentar á bloggið mitt :o(
en nóg af því...
leynivinaleikurinn í fullum gangi og ég er búin að gera mitt í dag, málaði málverk (döööö...) handa vini mínum sem henni finnst bara nokkuð flott....held samt að vinur minn 8sem er að gefa mér) sé betri, hún (held ég viti hver þetta er) sendi mér sms og vefkort á mið, jólabolla með nammi í prinsessupoka í gær og svo í dag sendi hún mér sms "þú átt eitthvað sætt í kassanum og kalt í ísskápnum" og þetta var klt áður en ég kom í vinnuna þannig ég var að deyja úr forvitni, en jæja eins og þetta sé ekki nóg...þá gaf hún mér líka jólapoka mér jólastyttu, jólaskrauti og kinder-jólasveini!!! Ég er nokkuð sátt og búin að senda til hópstjórans míns hvað þetta er góður leynivinur. Á morgun komumst við svo að því hverjir voru vinir okkar á jólahlaðborðinu, svolítið leiðinlegt að mökum er ekki boðið :o( en Gylfi vinur hans Binna ætlar að halda party og svo fara þau á Players þannig ég hitti þau líklega þar, stefni alla vega á það :oD
bið að heilsa í bili....
en nóg af því...
leynivinaleikurinn í fullum gangi og ég er búin að gera mitt í dag, málaði málverk (döööö...) handa vini mínum sem henni finnst bara nokkuð flott....held samt að vinur minn 8sem er að gefa mér) sé betri, hún (held ég viti hver þetta er) sendi mér sms og vefkort á mið, jólabolla með nammi í prinsessupoka í gær og svo í dag sendi hún mér sms "þú átt eitthvað sætt í kassanum og kalt í ísskápnum" og þetta var klt áður en ég kom í vinnuna þannig ég var að deyja úr forvitni, en jæja eins og þetta sé ekki nóg...þá gaf hún mér líka jólapoka mér jólastyttu, jólaskrauti og kinder-jólasveini!!! Ég er nokkuð sátt og búin að senda til hópstjórans míns hvað þetta er góður leynivinur. Á morgun komumst við svo að því hverjir voru vinir okkar á jólahlaðborðinu, svolítið leiðinlegt að mökum er ekki boðið :o( en Gylfi vinur hans Binna ætlar að halda party og svo fara þau á Players þannig ég hitti þau líklega þar, stefni alla vega á það :oD
bið að heilsa í bili....
miðvikudagur, desember 07, 2005
reynum þetta...
Comentaðu með nafninu þínu og...
1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!
svo verðu spennó að vita hvað margir eru að kíkja á síðuna mína ;o)
1. Ég segi þér eikkað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig
4 Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!
svo verðu spennó að vita hvað margir eru að kíkja á síðuna mína ;o)
laugardagur, desember 03, 2005
Allt að gerast...
jæja
ég var voða sniðug og tók tölvuna með mér í vinnuna til að leika mér með iPODinn minn og viti menn....það er hot spot í vinnunni og ég er að leika mér á netinu í tölvunni minn....núna þarf ég hins vegar bara komast á netið á henni heima hjá mér og fara að taka niður dót.....
annars var kvöldið í gær voð næs eitthvað, Gylfi og Jói kíktu við. Ég að sjálfsögðu hertók tölvuna hans gylfa og sett fullt af tónlist á skrá sem ég ætlaði að setja á iPODinn minn sem gekk svona og svona en ég þarf eiginlega að fá tölvuna hans aftur til að leika mér aðeins meira :oD
Við ætlum svo bara að vera róleg í kvöld og taka video og nammi :)
bið að heilsa í bili
ps.
við settum jólaseríurnar 1.des
ég var voða sniðug og tók tölvuna með mér í vinnuna til að leika mér með iPODinn minn og viti menn....það er hot spot í vinnunni og ég er að leika mér á netinu í tölvunni minn....núna þarf ég hins vegar bara komast á netið á henni heima hjá mér og fara að taka niður dót.....
annars var kvöldið í gær voð næs eitthvað, Gylfi og Jói kíktu við. Ég að sjálfsögðu hertók tölvuna hans gylfa og sett fullt af tónlist á skrá sem ég ætlaði að setja á iPODinn minn sem gekk svona og svona en ég þarf eiginlega að fá tölvuna hans aftur til að leika mér aðeins meira :oD
Við ætlum svo bara að vera róleg í kvöld og taka video og nammi :)
bið að heilsa í bili
ps.
við settum jólaseríurnar 1.des
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)