sunnudagur, janúar 08, 2006

Arið 2006

Jæja er ekki komin tímin til að láta vita af sér og sínum aðeins....það er sem sagt allt komið í eðlilegt horf hér á bæ nema kannski að taka niður jólaseríurnar sem má bíða aðeins...er sooo kósý að hafa þetta :o)
Ég er búin að skrá mig á ljósmyndunarnámskeið 16-19 jan og bíð spennt!! Róbert bróðir ætlar að vera svo elskulegur að lána mér gegt flottu digital myndavélina sína....voða gaman að koma á svona námskeið og vera með dýrustu og flottustu græjuna ;o) svo er bara að sjá hvort maður hafi ljósmyndaauga....
Við erum svo byrjuð í ræktinni á fullu og nú skall sko tekið á því, ég er búin að skrá mig í Biggest Losser keppnina í vinnunni (2500 keppnisgjald) og verður 1. mæling 10 og 12 jan og svo seinni mæling eftir 8 vikur. Sigurvegari fær svo allan peninginn og 10 þús inneign í einvherja sport búð (man ekki alveg hvað hún heitir)....ég er nokkuð ákv í að vinna en alla vega ákv að gera mitt besta fyrir mig og vera komin í flott og betra form í sumar fyrir sólaströndina svo maður getur flatmagað eins og skata.
Svo fer maður að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum maður á af sér að gera...vinna eða fara í skól?? Held ég fari í skóla...komin líka tími til. Hjúkrun eða eitthvað annað...? Ég veit það ekki....
En þanngað til verð ég bara að láta mér nægja að sitja og spjalla við fólk í símann allan daginn (12 tímar auka í dag)
Bið að heilsa í bili krúttin mín og endliega skirfið í comments þegar þið kíkið á síðuna...er svo gaman að fá gesti ;o)

ps. eg er farin heim að horfa a hryllingsmynd

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ,æ eru nú jólin að koma fram af fullum þunga?
Ég er viss um að þú stendur þig í þessu, en ég veit að hryllingsmyndir með poppi eða öðru snakki er ekki í 1. sæti hjá næringaráðgjöfum og svoleiðis fólki.
Svio er bara að sjá til hverning gengu á námskeiðinu.

Pabbi