laugardagur, mars 11, 2006

Fyrirspurn

Ég ákv. loksins að senda inn fyrirspurn til mannan.nefndar, hérna eru bréfin sem fóru okkar á milli...

Góðan daginn Ásta Júlía Beck heiti ég.
Ég sendi inn umsókn fyrir eiginnafnið Apríl rétt fyrir jól. Ég fékk síðan svar frá nefndinni í lok janúar þar sem tilkynnt var að afgreiðsla málsins væri frestað til frekari skoðunar og gagnaöfunar.
Ég var og er mjög ánægð með að umsóknin mín skuli hafa verið tekin til skoðunar í ljósi þess að nafninu hafði verið hafnað stuttu áður en ég sendi inn mína umsókn. Það eina sem ég er að sækjast eftir með þessu bréfi er að leita upplýsinga um stöðu málsins, ég skil vel að svona tekur tíma og það eru líklega mörg mál sem bíða afgreiðslu hjá nefndinni.

Með von um skjót svör

Virðingarfyllst
Ásta Júlía Beck


Svo fékk ég til baka frá formanni....

Komdu sæl, Ásta Júlía.
Okkur í mannanafnanefnd vantar að vita, fyrir hvern nafnið á að vera, en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands er ekkert nafnlaust (óskírt) barn skráð til heimilis hjá þér. Það er nefnilega ekki á verksviði mannanafnanefndar að taka til meðferðar beiðnir um samþykki fyrir nafni eða nöfnum handa ófæddum börnum.

Hins vegar, ef þú ert að sækja um nafnbreytingu fyrir þig eða barn þitt, þá verður þú að sækja um það til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum, sem eru birt á vef ráðuneytisins. Og berist slík beiðni til ráðuneytisins fyrir óskráðu nafni, þá sendir ráðuneytið málið til mannanafnanefndar.

Með góðri kveðju og ósk um svar,
f.h. mannanafnanefndar,
Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, formaður


Ég var svolítið sár en ákvað að athuga þetta nánar og sendi þetta til hennar...

Sæl Kolbrún og þakka þér fyrir að svara mér svona fljótt
Nafnið er fyrir sjálfa mig, þar sem ég hef gengist undir því nafni frá blautu barnsbeini og geri enn.
Þar sem ég þekki lítið til í þessum málum ákvað ég að senda inn þessa umsókn því ég var ekki viss um hvort ég ætti að sækja um nafnabreytingu eða byrja á því að sækja um nafnið. Ég taldi að best væri að byrja á því að sækja um nafnið þar sem ég vissi að það væri ósamþykkt og hélt að beiðni um nafnabreytingu yrði hafnað á þeim grundvelli.
Þá er í raun ein spurning sem liggur á mér, var afgreiðslu málsins frestað af því ég sendi inn ranga beiðni eða er málið í skoðun um hvort eigi að samþykkja nafnið?
Ef þetta er spurning um umsókn þá sendi ég að sjálfsögðu inn fyrir nafnabreytingu en vona að það verði samt hægt afgreiða fyrri umsókn þar sem þetta er þegar öllu er á botninn hvolft spuning um hvort eigi að samþykkja eiginnafnið Apríl eða ekki.

Virðingafyllst

Ásta Júlía Beck (Apríl Eik Stefánsdóttir)

og svo bíð ég bara spennt...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Váts... obbsla professional skrifað hjá þér maður!

Vona svo baraþað besta... þetta er þó töluvert skýrara en það sem ég fékk frá RSK - skil það ekki enn þann dag í dag :S

Vona svo bara að þið Binni séuð ekki of þunn...

April sagði...

Binni er ágætur en ég er ónýt